Viðtöl, örfréttir & frumraun
Matarmennt í sýndarveruleika og matreiðsla í þrívídd
Í eldhúsi framtíðarinnar getur þú þrívíddarprentað fagurlega löguð matvæli úr næringarríkum fiskiafgöngum sem annars færu til spillis.
Future Kitchen er ný myndbandssería gerð af Matís. Verkefnið, sem styrkt er af EIT Food, fræðir þig um þessa nýjung og fleiri fyrir framtíðareldhúsið, sem og sjálfbærni og uppruna matar og leiðir til minnkunar matarsóunar, á lifandi og raunverulegan hátt, meðal annars með sýndarveruleikaupplifun. Upplifa má í einu sýndarveruleikamyndbandinu fiskveiðar á íslenskum miðum þar sem fiskafgangar enda í þrívíddarmatarprentara.

Viktor Örn Andrésson.
Myndböndin eru öllum aðgengileg til fróðleiks, upplifunar og skemmtunar á vefsíðunni FoodUnfolded (www.foodunfolded.com)
Þá má einnig í öðru myndbandi fylgjast með íslenska matreiðslumeistaranum Viktori Erni Andréssyni gera girnilegan og ljúffengan rétt úr fiskafgöngum, sem annars væru lítt fyrir augað og færu forgörðum, með notkun þrívíddarmatarprentara. Viðhorfskannanir á vegum verkefnisins framkvæmdar hérlendis af Matís og í Englandi af Cambridgeháskóla sýna fram á að áhorfendur eru afar ánægðir með þá upplifun sem sýndarveruleikaumhverfið sem menntunarleið gefur, en þrívíddargleraugu gefa besta upplifun og tilfinningu fyrir því að áhorfandinn sé sjálfur staddur í miðju myndbandinu og fylgist með framgangi mála á staðnum.
Verkefnið Future Kitchen er leitt af Matís í samstarfi við Cambridgeháskóla, EUFIC, Evrópuráð nýsköpunar á sviði matar, og framsækin evrópsk fyrirtæki, en verkefnið er stutt af EIT Food, Evrópustofnun fæðu með áherslu á nýsköpun og sjálfbærni, sem starfrækt er undir EIT, Evrópustofnun um nýsköpun og tækni, á vegum Evrópusambandsins. Myndböndin eru öllum aðgengileg til fróðleiks, upplifunar og skemmtunar á vefsíðunni FoodUnfolded (www.foodunfolded.com) ásamt öðrum fróðleik um framfarir tengdar mat og uppruna matar.
Þessi frétt er unnin í góðu samstarfi við Matís

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?