Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Matarauður Vesturlands á Breið á Vökudögum – Lifandi grjótkrabbi vakti mikla athygli – Myndir og vídeó

Birting:

þann

Matarauður Vesturlands á Breið á Vökudögum - Lifandi grjótkrabbi vakti mikla athygli - Myndir og vídeó

Laugardaginn 25. október síðastliðinn blés Matarauður Vesturlands til líflegs matarmarkaðar á Breið á Akranesi í tilefni Vökudaga. Þar safnaðist saman fjöldi framleiðenda, listamanna og áhugafólks um góða matarmenningu, og ríkti sannkölluð hátíðarstemning.

Gestir gátu smakkað og verslað úrval af vestlenskum afurðum beint frá bændum og frumframleiðendum, allt frá lifandi grjótkröbbum úr Faxaflóa til hreint og náttúrulegt hunang úr Borgarfirði. Á boðstólum voru hvítlaukur úr Dalabyggð, kaffi ristað í Grundarfirði, olíur unnar úr trjám í Skorradal, túlípanar úr Stykkishólmi, nautakjöt af Mýrunum, gulrætur af Skarðsströnd, kartöflur úr Lundarreykjadal og ærkjöt úr Borgarfirði.

Einnig mátti finna fjölbreytt úrval af vestlenskum sjávarafurðum, þar á meðal saltfisk, siginn fisk, signa grásleppu, hnísukjöt, frosið krabbakjöt og auðvitað hinn eftirsótta lifandi grjótkrabba.

Á svæðinu var boðið upp á heitar vöfflur og nýristað og heitt kaffi, auk þess sem Rannveig Björk Gylfadóttir, betur þekkt sem Rannsý, sýndi ljósmyndaverk sín. Karlarnir í skúrnum voru einnig með opið hjá sér og sögðu gestum frá verkum sínum og handbragði.

Matarauður Vesturlands hefur með slíkum viðburðum skapað lifandi vettvang fyrir heimaframleiðslu og mannlíf á svæðinu. Myndirnar frá markaðnum sýna vel þá hlýju og samstöðu sem einkenna vestlenska matarmenningu.

Vídeó

Myndir: Matarauður Vesturlands

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið