Viðtöl, örfréttir & frumraun
Matarauður Vesturlands á Breið á Vökudögum – Lifandi grjótkrabbi vakti mikla athygli – Myndir og vídeó
Laugardaginn 25. október síðastliðinn blés Matarauður Vesturlands til líflegs matarmarkaðar á Breið á Akranesi í tilefni Vökudaga. Þar safnaðist saman fjöldi framleiðenda, listamanna og áhugafólks um góða matarmenningu, og ríkti sannkölluð hátíðarstemning.
Gestir gátu smakkað og verslað úrval af vestlenskum afurðum beint frá bændum og frumframleiðendum, allt frá lifandi grjótkröbbum úr Faxaflóa til hreint og náttúrulegt hunang úr Borgarfirði. Á boðstólum voru hvítlaukur úr Dalabyggð, kaffi ristað í Grundarfirði, olíur unnar úr trjám í Skorradal, túlípanar úr Stykkishólmi, nautakjöt af Mýrunum, gulrætur af Skarðsströnd, kartöflur úr Lundarreykjadal og ærkjöt úr Borgarfirði.
Einnig mátti finna fjölbreytt úrval af vestlenskum sjávarafurðum, þar á meðal saltfisk, siginn fisk, signa grásleppu, hnísukjöt, frosið krabbakjöt og auðvitað hinn eftirsótta lifandi grjótkrabba.
Á svæðinu var boðið upp á heitar vöfflur og nýristað og heitt kaffi, auk þess sem Rannveig Björk Gylfadóttir, betur þekkt sem Rannsý, sýndi ljósmyndaverk sín. Karlarnir í skúrnum voru einnig með opið hjá sér og sögðu gestum frá verkum sínum og handbragði.
Matarauður Vesturlands hefur með slíkum viðburðum skapað lifandi vettvang fyrir heimaframleiðslu og mannlíf á svæðinu. Myndirnar frá markaðnum sýna vel þá hlýju og samstöðu sem einkenna vestlenska matarmenningu.
Vídeó
Myndir: Matarauður Vesturlands
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel19 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park













