Smári Valtýr Sæbjörnsson
Martin Duran fræðir gesti Grillmarkaðarins um vín frá einum stærsta vínframleiðanda í heimi
Martin Duran heimsótti Ísland í fyrsta skipti í fyrra og var það starfandi sem Sommelier (vínþjónn) á veitingahúsinu Sushisamba. Settur var saman sérstakur vínseðill sem samanstóð eingöngu af vínum frá einum stærsta vínframleiðanda í heimi Concha y Toro frá Chile.
Þetta gekk það vel að nú er kappinn á leið til landsins aftur og ætlar að vera á Grillmarkaðinum næstkomandi fimmtu-, föstu- og laugardag og verður þar starfandi sem Sommelier. Martin Duran kemur til með að fræða gesti Grillmarkaðarins um vínin frá Concha y Toro og í boði verða vín sem henta matargerðinni á Grillamarkaðinum.
Martin Duran hefur starfað fyrir marga þekkta veitingastaði og skemmtiferðaskip í Chile sem vínþjónn en undanfarin ár hefur hann ferðast um heiminn fyrir hönd Concha y Toro og kynnt þeirra vín fyrir vínáhugafólki.
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí