Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Martin Duran fræðir gesti Grillmarkaðarins um vín frá einum stærsta vínframleiðanda í heimi

Birting:

þann

Martin Duran Sommelier frá Concha y Toro

Martin Duran Sommelier frá Concha y Toro

Martin Duran heimsótti Ísland í fyrsta skipti í fyrra og var það starfandi sem Sommelier (vínþjónn) á veitingahúsinu Sushisamba.  Settur var saman sérstakur vínseðill sem samanstóð eingöngu af vínum frá einum stærsta vínframleiðanda í heimi Concha y Toro frá Chile.

Þetta gekk það vel að nú er kappinn á leið til landsins aftur og ætlar að vera á Grillmarkaðinum næstkomandi fimmtu-, föstu- og laugardag og verður þar starfandi sem Sommelier.  Martin Duran kemur til með að fræða gesti Grillmarkaðarins um vínin frá Concha y Toro og í boði verða vín sem henta matargerðinni á Grillamarkaðinum.

Martin Duran hefur starfað fyrir marga þekkta veitingastaði og skemmtiferðaskip í Chile sem vínþjónn en undanfarin ár hefur hann ferðast um heiminn fyrir hönd Concha y Toro og kynnt þeirra vín fyrir vínáhugafólki.

 

/Smári

Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss Lagersala - Stórkaup

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið