Smári Valtýr Sæbjörnsson
Martin Duran fræðir gesti Grillmarkaðarins um vín frá einum stærsta vínframleiðanda í heimi
Martin Duran heimsótti Ísland í fyrsta skipti í fyrra og var það starfandi sem Sommelier (vínþjónn) á veitingahúsinu Sushisamba. Settur var saman sérstakur vínseðill sem samanstóð eingöngu af vínum frá einum stærsta vínframleiðanda í heimi Concha y Toro frá Chile.
Þetta gekk það vel að nú er kappinn á leið til landsins aftur og ætlar að vera á Grillmarkaðinum næstkomandi fimmtu-, föstu- og laugardag og verður þar starfandi sem Sommelier. Martin Duran kemur til með að fræða gesti Grillmarkaðarins um vínin frá Concha y Toro og í boði verða vín sem henta matargerðinni á Grillamarkaðinum.
Martin Duran hefur starfað fyrir marga þekkta veitingastaði og skemmtiferðaskip í Chile sem vínþjónn en undanfarin ár hefur hann ferðast um heiminn fyrir hönd Concha y Toro og kynnt þeirra vín fyrir vínáhugafólki.
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel20 klukkustundir síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti