Veitingarýni
Marokkóski veitingastaðurinn á Siglufirði – Veitingarýni
Marokkóski veitingastaðurinn á Siglufirði er einn af betri veitingastöðum á landsbyggðinni, en þar ræður ríkjum marokkóski kokkurinn Jaouad Hbib.
Það má með sanni segja að Jaouad Hbib sé orðinn landsþekktur fyrir marokkósku réttina sína, en fjölmargar greinar er hægt að lesa frá sælkerum víðsvegar um landið sem hafa sótt staðinn í gegnum tíðina.
Marokkóski veitingastaðurinn er staðsettur á Hótel Siglunesi, Lækjargötu á Siglufirði.
Harira súpa
Þessi súpa var í boði hússins og heitir hún Harira. Þessi súpa er mest elduð í kringum Ramadan og þá aðallega við lok föstu.
Bragðmikil marokkósúpa sem er úr grænmeti, linsubaunum, kjúklingabaunum og fava baunum. Mjög góð og gaf tóninn um það sem framundan var.
Reykt laxatartar með avakadó og mangó (2850 kr.) varð fyrir valinu sem forréttur.
Virkilega góður réttur, svolítið of stór fyrir minn smekk. Ferskleikinn upp á tíu, allt fersk, ekkert shortcut. Borið fram í blaðdeigskörfu.
Lamba Tajine með þurrkuðum ávöxtum (4950 kr.)
Lambakjötið er borið fram í leirpotti en þessir leirpottar heita Tajine eða Tagine. Var í smá vafa þegar ég las þurrkaðir ávextir á matseðlinum, en þvílíkt sælgæti og kom á óvart. Var ekki viss hvaða lambavöðvi þetta var, en bragðgott var það og mjúkt.
Í eftirrétt var brenndur búðingur fyrir valinu eða Créme Brúlée (1950 kr.)
Þessi réttur var kannski ekki alveg í Marokkó stíl enda ættaður frá Frakklandi. Klárlega búið til á staðnum, ríkulegt bragð.
Mörg hver veitingahús bjóða upp á Créme Brúlée og bera það fram í djúpri skál, en við það myndast ekki gott jafnvægi á milli sykurskelinnar og búðingsins. Þarna er Créme Brúlée borið fram í stórri og þunnri skál sem gerir það að verkum að í hverri skeið færð þú Créme Brúlée með sykurskel. Kom reyndar á óvart að sjá súkkulaðiís með eftirréttinum, en var samt virkilega góð samsetning.
Með þessu var drukkið spænska rauðvínið Alidis Roble 2020 frá vínræktarsvæði Ribera del Duero, en það var til að mynda valið besta vínræktarsvæði heimsins árið 2012.
Um hótel Siglunes
Hótel Siglunes var reist árið 1934 og hefur borið ýmis nöfn í áranna rás, þar á meðal Hótel Siglufjörður og Hótel Höfn.
Húsið er eitt fyrsta hús á Íslandi sem reist var sérstaklega til þess að reka þar hótel.
Þar með er um að ræða eitt elsta starfandi hótel landslins og eigendur hafa innrétt það með sögulegt gildi þess að leiðarljósi. Munir og húsgögn segja sjálfa sögu Siglufjarðar.
Húsið hefur gengið í allsherjar endurnýjun lífdaga með ítarlegum endurbótum á öllum rýmum. Þar eru sjálf herbergin ekki undanskilin heldur hafa þau verið endurinnréttuð af mikilli natni, þar sem áherslan er á að þau séu heimilisleg og sem allra þægilegust fyrir ferðafólk.
Sérstaka hrifningu gesta vekur síðan einstakt listaverksafn hótelsins, þar sem hæst ber tæplega hundrað verk listakonunnar Huldu Vilhjálmsdóttur og hið sama gildir um verk Aðalheiðar Sigríðar Eysteinsdóttur í matsalnum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt6 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun4 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir1 dagur síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024