Frétt
Markaðsátak „Seafood from Iceland“ nær athygli milljóna í Bretlandi
Viðbrögð við markaðsátaki Seafood from Iceland, sem ætlað er að vekja athygli á gæðum íslensks fisks á Bretlandsmarkaði, hafa farið fram úr björtustu vonum. Datera sér um birtingar fyrir Íslandsstofu í markaðsátakinu.
„Þetta er klárlega stærsta ráðgjafar- og birtingaverkefni sem við höfum ráðist í á erlendum markaði,“
segir Hreiðar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri stafræna birtinga- og ráðgjafafyrirtækisins Datera.
Íslandsstofa og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa hrint af stað umfangsmiklu markaðsátaki undir merkjum Seafood from Iceland sem ætlað er að vekja athygli á gæðum íslensks fisks á Bretlandsmarkaði. Markaðsherferð átaksins kallast Fishmas en hún var unnin á auglýsingastofunni Brandenburg. Þar fer sögumaður, sjálfur Egill Ólafsson í hlutverki Father Fishmas, stuttlega yfir söguna, hátæknina, sjálfbærnina og gæðin sem íslenski fiskurinn er þekktur fyrir.
Fishmas myndbandið
„Viðbrögðin ytra hafa farið fram úr björtustu vonum og okkar tölur sýna að átakið hefur náð athygli milljóna manna. Verkefnið er flókið í framkvæmd og krefst mikils undirbúnings. Sérfræðingar Íslandsstofu voru búnir að greina markaðinn mjög vel sem gerði okkar markhópagreiningu nákvæmari, enda um ólík og stór markaðssvæði að ræða.
SFS leggur svo til mikilvægar upplýsingar um framboð á íslenskum fiski á erlendum mörkuðum.
Í fyrsta fasa átaksins er einblínt á að ná til nokkuð þröngt skilgreindra hópa en svo færum við út kvíarnar eftir því sem á líður og náum þannig til stærri hópa og svæða. Að sjálfsögðu þarf markaðsefnið sjálft að vera áhugavert og það er óhætt að segja að Brandenburg hafi hitt í mark og skapað skemmtilegt og áhugavert efni með Fishmas. Það skiptir sköpum,“
segir Hreiðar.
Þess má geta að Havas Media, eitt stærsta birtinga- og ráðgjafarfyrirtæki í heimi og samstarfsfyrirtæki Íslandsstofu og Brandenburgar, hefur óskað eftir frekari upplýsingum um allar aðgerðir átaksins sem nýtast megi í öðrum verkefnum á vegum Íslandsstofu.
„Í því felst mikil viðurkenning fyrir okkur,“
segir Hreiðar að lokum.
Datera er snjallbirtingahús sem sérhæfir sig í markaðssetningu á netinu, stjórnun stafrænna gagnadrifinna herferða, uppsetningu sjálfvirkra auglýsingaherferða, leitarvélabestun og alhliða ráðgjöf á sviði stafrænnar markaðssetningar.
Mynd: aðsend
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni5 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar hefur lokið keppni á HM – Keppti með drykkinn Exótísk jól á Íslandi
-
Keppni5 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Myndir frá Stóreldhússýningunni 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar komst áfram í 15 manna úrslit á Heimsmeistaramóti Barþjóna
-
Keppni1 dagur síðan
Ísland í 5. sæti á HM