Viðtöl, örfréttir & frumraun
Margra vikna biðlisti eftir borði – Marokkóskur matur af allra bestu gerð
„Já, af hverju ekki. Ég er ævintýragjarn. Ef mér myndi ekki líka dvölin þá færi hún bara í reynslubankann,“
Sagði Jaouad Hbib þegar Hálfdán Sveinsson, hótelstjóri á Hótel Siglunesi bauð honum vinnu, en Jaouad hefur eldað marokkóskan mat á veitingastaðnum Siglunesi síðan vorið 2016.
Hann byrjar að undirbúa kvöldið fyrir hádegi.
„Marokkóskur matur er hægeldaður. Það á aldrei að vera stress í eldhúsinu og það á að elda eftir hjartanu.“
segir Jaouad í samtali við Landann á RÚV, en innslagið í heild sinni er hægt að sjá með því að smella hér.
„Auðvitað tók þetta tíma. Fólk var ekki alveg að kaupa þetta: „Marokkóskur veitingastaður hérna þrjátíu kílómetra frá heimsskautssbaug. Hvað ertu að pæla? Síðan síðustu tvö ár hefur verið margra vikna biðlisti eftir borði þannig að þetta hefur spurst rosalega vel út, – enda er hann frábær kokkur.“
Segir Hálfdán.
Mynd: skjáskot úr þætti.
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni18 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar17 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






