Viðtöl, örfréttir & frumraun
Margra vikna biðlisti eftir borði – Marokkóskur matur af allra bestu gerð
„Já, af hverju ekki. Ég er ævintýragjarn. Ef mér myndi ekki líka dvölin þá færi hún bara í reynslubankann,“
Sagði Jaouad Hbib þegar Hálfdán Sveinsson, hótelstjóri á Hótel Siglunesi bauð honum vinnu, en Jaouad hefur eldað marokkóskan mat á veitingastaðnum Siglunesi síðan vorið 2016.
Hann byrjar að undirbúa kvöldið fyrir hádegi.
„Marokkóskur matur er hægeldaður. Það á aldrei að vera stress í eldhúsinu og það á að elda eftir hjartanu.“
segir Jaouad í samtali við Landann á RÚV, en innslagið í heild sinni er hægt að sjá með því að smella hér.
„Auðvitað tók þetta tíma. Fólk var ekki alveg að kaupa þetta: „Marokkóskur veitingastaður hérna þrjátíu kílómetra frá heimsskautssbaug. Hvað ertu að pæla? Síðan síðustu tvö ár hefur verið margra vikna biðlisti eftir borði þannig að þetta hefur spurst rosalega vel út, – enda er hann frábær kokkur.“
Segir Hálfdán.
Mynd: skjáskot úr þætti.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






