Viðtöl, örfréttir & frumraun
Mætti á gamla vinnustaðinn sinn og afgreiddi Fish & Chips fyrir starfsfólkið

Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber og Sælkeradreifingu og Jóhann Issi Hallgrímsson
Veðrið hefur leikið við höfuðborgina í dag og er fátt betra en að fá sér gómsætan fiskrétt í góða veðrinu.
Jóhann Issi Hallgrímsson framreiðslu-, og matreiðslumaður sem á og rekur tvo matarvagna undir heitinu Issi Fish & Chips mætti á gamla vinnustaðinn sinn, Sælkeradreifingu við Tunguháls 1, og afgreiddi fisk og franskar fyrir starfsfólkið. Jóhann Issi Hallgrímsson oftast kallaður Issi var sölumaður hjá Sælkeradreifingu.
„Mikið er gaman að koma á gamla vinnustaðinn minn og fæða liðið. Einnig er ég mjög þakklátur fyrir alla aðstoðina í byrjun Issi fish & chips, það er ekki hægt að byrja rekstur nema með aðstoð góðra.“
Skrifar Issi á facebook.
Fleiri fréttir af Issa Fish & Chips hér.
Myndir: Jóhann Issi Hallgrímsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays





