Uncategorized
Madonna með sitt eigið vín
Poppdrottningin Madonna hefur uppi áform um að setja á markað sitt eigið rauðvín á næsta ári. Hún mun kynna vínið nánar hinn 6. janúar næstkomandi en hún segir að vínið sé bruggað undir áhrifum af nýjustu plötu sinni, Confessions on a Dancefloor.
Það er vínframleiðandinn Celebrity Cellars í Kaliforníu sem bruggar vínið fyrir Madonnu úr Cabernet Sauvignon, Barbera og Pinot Grigio-þrúgum. Fyrirtækið selur einnig vín fyrir hönd Rolling Stones, sem er líklega öllu göróttara en það sem poppgyðjan sýpur enda er Keith Richards annálaður drykkjubolti og fær sér viskí í morgunmat samkvæmt goðsögninni. Það er þó ekki enn vitað hvort eða hvenær rauðvínið hennar Madonnu verði fáanlegt í ÁTVR.
Greint frá á visir.is
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vörukynning Garra á Akureyri
-
Keppni1 dagur síðan
Undankeppni fyrir Norðurlandamót Vínþjóna – Qualifying competition for the Best Sommelier of the Nordics