Uncategorized
Madonna með sitt eigið vín
Poppdrottningin Madonna hefur uppi áform um að setja á markað sitt eigið rauðvín á næsta ári. Hún mun kynna vínið nánar hinn 6. janúar næstkomandi en hún segir að vínið sé bruggað undir áhrifum af nýjustu plötu sinni, Confessions on a Dancefloor.
Það er vínframleiðandinn Celebrity Cellars í Kaliforníu sem bruggar vínið fyrir Madonnu úr Cabernet Sauvignon, Barbera og Pinot Grigio-þrúgum. Fyrirtækið selur einnig vín fyrir hönd Rolling Stones, sem er líklega öllu göróttara en það sem poppgyðjan sýpur enda er Keith Richards annálaður drykkjubolti og fær sér viskí í morgunmat samkvæmt goðsögninni. Það er þó ekki enn vitað hvort eða hvenær rauðvínið hennar Madonnu verði fáanlegt í ÁTVR.
Greint frá á visir.is
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
-
Uppskriftir7 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta16 klukkustundir síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði