Frétt
Má hafa jólasteikina með til útlanda?
Íslendingar sem eru á faraldsfæti yfir hátíðirnar hyggjast margir hafa meðferðis kjöt fyrir vini og vandamenn erlendis. Mikilvægt er að kynna sér vel reglur um slíkan flutning á dýraafurðum á milli landa.
Óleyfileg matvæli eru tekin af ferðamönnum við tollskoðun og slíkt getur varðað sektum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnuninni.
Evrópska efnahagssvæðið
Heimilt er að hafa meðferðis í farangri allt að 10 kg af kjöti (dýraafurðum) frá Íslandi til landa innan Evrópska efnahagssvæðisins til einkaneyslu. Upprunamerking kemur fram á pakkningum og ekki er þörf á sérstöku vottorði.
Bandaríkin
Heimilt er að hafa meðferðis í farangri allt að 22,6 kg (50 pund) af lambakjöti frá Íslandi til Bandaríkjanna til einkaneyslu. Upprunamerking kemur fram á pakkningum og ekki er þörf á sérstöku vottorði.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti
-
Frétt2 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White