Frétt
Má hafa jólasteikina með til útlanda?
Íslendingar sem eru á faraldsfæti yfir hátíðirnar hyggjast margir hafa meðferðis kjöt fyrir vini og vandamenn erlendis. Mikilvægt er að kynna sér vel reglur um slíkan flutning á dýraafurðum á milli landa.
Óleyfileg matvæli eru tekin af ferðamönnum við tollskoðun og slíkt getur varðað sektum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnuninni.
Evrópska efnahagssvæðið
Heimilt er að hafa meðferðis í farangri allt að 10 kg af kjöti (dýraafurðum) frá Íslandi til landa innan Evrópska efnahagssvæðisins til einkaneyslu. Upprunamerking kemur fram á pakkningum og ekki er þörf á sérstöku vottorði.
Bandaríkin
Heimilt er að hafa meðferðis í farangri allt að 22,6 kg (50 pund) af lambakjöti frá Íslandi til Bandaríkjanna til einkaneyslu. Upprunamerking kemur fram á pakkningum og ekki er þörf á sérstöku vottorði.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel12 klukkustundir síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri






