Markaðurinn
Lystsköpun í Hörpu – Framúrskarandi gestgjafi óskast
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús leitar að metnaðarfullum samstarfsaðila til að reka glæsilegan veitingastað á jarðhæð hússins á nýju ári.
Í boði er að taka við rekstri Hnoss, sem er núverandi veitingastaður, eða senda inn tilboð um að opna nýjan stað.
Harpa er bæði heimssvið og heimavöllur tónlistarinnar, alþjóðlegt ráðstefnuhús og einstakt listaverk sem laðar árlega til sín vel á aðra milljón innlendra og erlendra gesta. Viðburðir í Hörpu eru um 1.200 á ári. Á undanförnum misserum hefur færst mikið líf í næsta nágrenni hússins. Hótel, fjölmennir vinnustaðir, verslanir, veitingastaðir og afþreying á svæðinu í kringum Hörpu stækkar enn frekar markhóp veitingastaðarins.
Hér er einstakt tækifæri fyrir öflugt rekstrar- og veitingafólk sem vill slást í hóp framúrskarandi gestgjafa í Hörpu.
Frestur til að sækja um er til og með 22. október nk.
Fyrirspurnir sendist á [email protected]. Nánari upplýsingar er að finna á harpa.is/lystskopun. Þar eru m.a. teikningar, lýsing á hæfniog gæðakröfum, auk upplýsinga um tengilið og hvað þarf að koma fram í tilboðinu.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri