Markaðurinn
Lystsköpun í Hörpu – Framúrskarandi gestgjafi óskast
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús leitar að metnaðarfullum samstarfsaðila til að reka glæsilegan veitingastað á jarðhæð hússins á nýju ári.
Í boði er að taka við rekstri Hnoss, sem er núverandi veitingastaður, eða senda inn tilboð um að opna nýjan stað.
Harpa er bæði heimssvið og heimavöllur tónlistarinnar, alþjóðlegt ráðstefnuhús og einstakt listaverk sem laðar árlega til sín vel á aðra milljón innlendra og erlendra gesta. Viðburðir í Hörpu eru um 1.200 á ári. Á undanförnum misserum hefur færst mikið líf í næsta nágrenni hússins. Hótel, fjölmennir vinnustaðir, verslanir, veitingastaðir og afþreying á svæðinu í kringum Hörpu stækkar enn frekar markhóp veitingastaðarins.
Hér er einstakt tækifæri fyrir öflugt rekstrar- og veitingafólk sem vill slást í hóp framúrskarandi gestgjafa í Hörpu.
Frestur til að sækja um er til og með 22. október nk.
Fyrirspurnir sendist á [email protected]. Nánari upplýsingar er að finna á harpa.is/lystskopun. Þar eru m.a. teikningar, lýsing á hæfniog gæðakröfum, auk upplýsinga um tengilið og hvað þarf að koma fram í tilboðinu.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt8 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum