Viðtöl, örfréttir & frumraun
Lux með glæsilega veislu á Kjarvalsstöðum
Rekstraraðilar veisluþjónustunnar Lux Veitinga þeir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson matreiðslumeistarar hafa komið víða við og séð um glæsilegar veislur.
Frá því að Lux veitingar hófust þann 12. september 2018 þá hafa þeir félagar séð um matreiðslu í fjölmörgum lúxus veislum, allt frá litlum veislum til mjög fjölmennra, eldað með lækninum undir berum himni, árshátíð í Listasafni Reykjavíkur, Sushi í veislur svo fátt eitt sé nefnt.
Sýnishorn af veisluréttum frá Lux veitingum
- Pinnamatur
- Heimalagað stökkt taco með jarðskokkum og reyktri bleikju
- Forréttaplatti
- Pinnaveisla
- Nautatartar, ristuð sólblómafræ & reyktur nauta mergur
- Grilluð hörpuskel með picklaðri agúrku & eplum, súrmjólk & dillolía. Svo er stökkum japönskum brauðraspi stráð yfir.
Lux veitingar er alhliða veisluþjónusta, bjóða upp á leigu á borðbúnaði, veitinga-ráðgjöf, námskeið og gestakokkaviðburði þá bæði hér á landi og erlendis.
Ná á dögunum voru þeir félagar Viktor og Hinrik með veislu á Kjarvalsstöðum, sem var sérlega vel heppnuð.
„Við hjá Lux veitingum höfum verið með veislur á hinum ýmsu stöðum undanfarið, meðal annars settum við upp eldhús út á túni rétt hjá Stokkseyri í síðustu viku þar sem við vorum að þjónusta erlent fyrirtæki sem var með viðburð þar.
Svo núna síðast vorum við með mjög flott og metnaðarfullt verkefni á Kjarvalsstöðum.“
Sagði Viktor í samtali við veitingageirinn.is.
Matseðillinn á Kjarvalsstöðum
Lystauki:
Jarðskokkar, reykt bleikja & Dill
Kjúklingalifur, aðalbláber & trufflur
Grillaður humar, parmesan & epli
Forréttur:
Hægeldaður þorskur & kóngakrabbi
Bakað blómkál, Sturgeon caviar & kremað kóngakrabbasoð
Aðalréttur:
Grillað lamb & hægeldaður skanki
Seljurót, trufflur & krækiberja gljái
Eftiréttur:
Hvítsúkkulaði og rabbabari
36% sýrður rjómi, heslihnetur & volg kaka
Myndir: facebook / Lux veitingar og Instagram

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars