Frétt
Lundastofninn minnkar hratt – Biðlað til veiðimanna og veitingahúsa
Rannsóknir og vöktun á lundastofninum sýna að lunda hefur fækkað mikið við Íslandsstrendur síðustu 30 ár. Af þeim ástæðum biðla Náttúruverndarstofnun og umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið til veiðimanna og veitingageirans að gæta hófs við lundaveiðar og sölu á lundakjöti.
Veiðar valda fækkun á lunda
Við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir lundastofninn fékk Náttúrverndarstofnun, áður Umhverfisstofnun, tvo óháða sérfræðinga, Dr. Fred A. Johnson og Dr. Carl Walters, til að rýna gögn Náttúrustofu Suðurlands og hugsanleg áhrif veiða á lundastofninn.
Helstu niðurstöður eru þær að langtímafækkun lundastofnsins á Íslandi sé líklega vegna uppsafnaðra áhrifa veiða og óhagstæðra umhverfisaðstæðna, til að mynda hás sjávarhita. Hlýskeið í Atlantshafi síðustu þrjá áratugi hefur valdið því að minna framboð er af helstu fæðu lundans. Niðurstöður þeirra Johnson og Walters eru að áframhaldandi veiðar, sambærilegum þeim sem hafa áður verið, séu líklegar til að valda frekari rýrnun stofnsins.
Biðlað til veiðimanna og veitingahúsa
Stór hluti af lundaveiðiafla hvers árs er seldur til veitingahúsa og því eru veiðimenn hvattir til að gæta hófs við veiðar.
Biðlað er til veitingahúsa að skoða til hlítar hvort lundi eigi heima á þeirra matseðli í ljósi þess hve stofninn er viðkvæmur og veiðar úr honum geti því ekki talist sjálfbærar.
Unnið er að nýju stofnlíkani þar sem tekið verður tillit til sjávarhita og veiðiþols stofnsins, með það að markmiði að hægt verði að spá fyrir um æskilega veiði með nokkurra ára fyrirsjáanleika. Slík nálgun er til þess að fallin að stuðla að sjálfbærum veiðum í framtíðinni, en ólíklegt þykir að stofninn þoli veiðar af því magni að þær standi undir reglulegri sölu til veitingahúsa.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað






