Freisting
Lofar rjúpum í jólamatinn
Umhverfisráðherra mun tilkynna um stærð rjúpnaveiðikvótans síðar í þessar viku, samkvæmt upplýsingum frá Önnu Kristínu Ólafsdóttur. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, fullyrðir að heimilt verði að veiða rjúpu fyrir þessi jól.
Því lítur út fyrir a að matgæðingar geti gætt sér á gómsætri villibráð á aðfangadagskvöld.
Á fréttavef Visir.is er sagt að Umhverfisráðherra mun taka ákvörðun um veiðikvótann í samráði við fjölda aðila. Þar á meðal er Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun og hagsmunaaðilar eins og Skotveiðifélagið. Sigmar Hauksson segir að ákvarðanir séu meðal annars teknar á grundvelli rannsókna á stærð rjúpnastofnsins auk annarra gagna. Hann segir að ráðherra sé búin að fá nauðsynlegar upplýsingar í hendurnar og sé í raun ekkert að vanbúnaði að tilkynna um ákvörðun sína.
Sigmar segir að rjúpnastofnin sé í lægð þessi misserin og verði það allt fram til ársins 2010. Ýmislegt hafi verið gert til að draga úr sókn í stofninn. Tveggja ára veiðibann hafi verið sett á um skeið. Þá hafi veiðidagar verið færri undanfarin tímabil en þau voru áður. Einnig hafi verið bannað að selja rjúpu. Um fimmtíu þúsund rjúpur hafi verið veiddar í fyrra en áður hafi verið veiddar allt að 120 þúsund á ári.
Jón Hákon Halldórsson skrifar.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum