Vertu memm

Freisting

Lofar rjúpum í jólamatinn

Birting:

þann

Umhverfisráðherra mun tilkynna um stærð rjúpnaveiðikvótans síðar í þessar viku, samkvæmt upplýsingum frá Önnu Kristínu Ólafsdóttur. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, fullyrðir að heimilt verði að veiða rjúpu fyrir þessi jól.

Því lítur út fyrir a að matgæðingar geti gætt sér á gómsætri villibráð á aðfangadagskvöld.

Á fréttavef Visir.is er sagt að Umhverfisráðherra mun taka ákvörðun um veiðikvótann í samráði við fjölda aðila. Þar á meðal er Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun og hagsmunaaðilar eins og Skotveiðifélagið. Sigmar Hauksson segir að ákvarðanir séu meðal annars teknar á grundvelli rannsókna á stærð rjúpnastofnsins auk annarra gagna. Hann segir að ráðherra sé búin að fá nauðsynlegar upplýsingar í hendurnar og sé í raun ekkert að vanbúnaði að tilkynna um ákvörðun sína.

Sigmar segir að rjúpnastofnin sé í lægð þessi misserin og verði það allt fram til ársins 2010. Ýmislegt hafi verið gert til að draga úr sókn í stofninn. Tveggja ára veiðibann hafi verið sett á um skeið. Þá hafi veiðidagar verið færri undanfarin tímabil en þau voru áður. Einnig hafi verið bannað að selja rjúpu. Um fimmtíu þúsund rjúpur hafi verið veiddar í fyrra en áður hafi verið veiddar allt að 120 þúsund á ári.

Jón Hákon Halldórsson skrifar.

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið