Uppskriftir
Ljúffeng, litfögur og spicy vegan súpa
Það var aldrei inni í myndinni hjá Laufeyju Bjarnadóttur að gerast matreiðslumaður þegar hún var yngri. Hún útskrifaðist þó sem slíkur í lok síðasta mánaðar og tók nýlega við stöðu vaktstjóra á veitingastaðnum Kopar þar sem hún var á samningi sem nemandi.
„Í uppvaskinu fylgdist ég alltaf með kokkunum og fannst starf þeirra mjög heillandi auk þess sem ég hjálpaði þeim stundum að skera grænmeti og vakúmpakka. Kokkarnir hvöttu mig oft til að koma á samning en ég þorði það ekki þótt mig langaði virkilega til þess. Ég hélt nefnilega að ég kynni ekkert að elda.“
sagði Laufey í skemmtilegu viðtali sem birtist í Fréttablaðinu hér.
Með fylgir girnileg spicy vegan súpa fyrir 4 sem að Laufey gaf okkur leyfi að birta hér:
2 sætar kartöflur
3 hvítlauksgeirar
1 lítill engifer
1 rauður chili
5 gulrætur
½ lítri appelsínusafi, t.d. Trópí
1 lítri vatn
1 krukka kókosmjólk
1 msk. karrí
1 tsk. túrmerik
1 tsk. kúmin
1 tsk. timían
1 tsk. paprikukrydd
½ tsk. cayenne-pipar (má sleppa)
Salt og pipar eftir smekk
Ofan á súpuna:
Smátt skorinn vorlaukur
Saxaður ferskur kóríander
Muldar salthnetur
Límónubátar
Aðferð:
Skerið sætar kartöflur, gulrætur, engifer, hvítlauk og chili í bita. Sjóðið vel í potti með vatni, appelsínudjús og kókosmjólk. Á meðan þetta sýður er kóríander saxaður og vorlaukur skorinn smátt. Skerið límónu í báta og myljið salthneturnar. Allt sett í
sér skálar.
Maukið grænmetið í pottinum með matvinnsluvél eða töfrasprota. Kryddað með karríi, kúmini, timíani, paprikukryddi, cayennepipar og salti og pipar.
Súpan er borin fram og hver og einn fær sér kóríander, vorlauk, salthnetur og límónu ofan á eftir smekk.
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig