Smári Valtýr Sæbjörnsson
Ljótar pítsur á leið til Bandaríkjana

Ugly opnaði fyrsta staðinn í Kópavogi í desember 2015 og nú fyrir stuttu við Langarima í Grafarvogi. Stefnan er svo sett á að opna þriðja staðinn hér á landi á þessu ári en sá verður í Hafnarfirði.
„Við byrjum á einum og þeir stefna á að vera búnir að opna 30 um mitt næsta ár. Þeir ætla að byrja á að opna í Portland í Oregon,“
segir Unnar Helgi Daníelsson um útrás pitsustaðarins Ugly í samtali við visir.is.
Auk pitsustaðarins á Unnar og rekur skemmtistaðinn Dúfnahóla 10 ásamt Arnari Finni Arnarsyni og á einnig fyrirtækið Reykjavík Rocks.
Reykjavík Rocks sérhæfir sig í að skemmta útlendingum, sem vill til að eru oft vel stæðir, og var það einmitt í gegnum fyrirtækið sem Unnar komst í kynni við Taylor Sause sem ólmur vill Ugly til Bandaríkjanna.

Nú á dögunum hófst samstarf pitsustaðarins Ugly við kleinuhringjavagninn Dons Donuts og verða kleinuhringirnir partur á eftirrétta matseðlinum þeirra.
Sjá einnig: Býður upp á ljótar pizzur og fær góða dóma: “Án efa besta pizza bæjarins”
Fyrir þá sem ekki vita þá er sérstaða pitsustaðarins Ugly fólgin í áður óþekktri fjölbreytni í pitsubotnum en boðið er upp á blómkáls- og kjötbotna auk hefðbundnari deig- og speltbotna.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á vefnum visir.is með því að smella hér.
Myndir: facebook/uglypizzaiceland
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni10 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar9 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra





