Smári Valtýr Sæbjörnsson
Ljótar pítsur á leið til Bandaríkjana
„Við byrjum á einum og þeir stefna á að vera búnir að opna 30 um mitt næsta ár. Þeir ætla að byrja á að opna í Portland í Oregon,“
segir Unnar Helgi Daníelsson um útrás pitsustaðarins Ugly í samtali við visir.is.
Auk pitsustaðarins á Unnar og rekur skemmtistaðinn Dúfnahóla 10 ásamt Arnari Finni Arnarsyni og á einnig fyrirtækið Reykjavík Rocks.
Reykjavík Rocks sérhæfir sig í að skemmta útlendingum, sem vill til að eru oft vel stæðir, og var það einmitt í gegnum fyrirtækið sem Unnar komst í kynni við Taylor Sause sem ólmur vill Ugly til Bandaríkjanna.
Sjá einnig: Býður upp á ljótar pizzur og fær góða dóma: “Án efa besta pizza bæjarins”
Fyrir þá sem ekki vita þá er sérstaða pitsustaðarins Ugly fólgin í áður óþekktri fjölbreytni í pitsubotnum en boðið er upp á blómkáls- og kjötbotna auk hefðbundnari deig- og speltbotna.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á vefnum visir.is með því að smella hér.
Myndir: facebook/uglypizzaiceland
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum