Freisting
Líst illa á að stytta opnunartíma
|
Veitingamanni í miðbæ Reykjavíkurborgar líst illa á að stytta opnunartíma veitingahúsa til eitt eða tvö á nóttinni. Hann telur að fólk vilji skemmta sér til fjögur.
Styttri opnunartími skemmtistaða myndi skapa ný vandamál og samkvæmum í heimahúsum myndi fjölga.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, sagði á íbúafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur að það kæmi til greina að skemmtistöðum í miðborginni yrði lokað klukkan eitt eða tvö. Kormákur Geirharðsson veitingamaður er ekki sáttur við þessar hugmyndir. Hann segir að hópurinn sem hafi sótt fundinn hafi verið einsleitur.
Kormákur segist ekki mótfallinn því að stytta opnunartímann bara ekki jafn lengi og hugmyndir lögreglustjórans ganga út á. Lögreglustjórinn á höfðuðborgarsvæðinu hefur sagt að kemmtistaðir sem væru opnir lengur ættu að vera annarsstaðar en í miðborginni. Kormákur segist ekki gera sér grein fyrir hvert ætti að flytja skemmtistaði sem væru opnir lengur fram á morguninn.
Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist hafa heyrt af hugmyndum lögreglustjórans um styttri opnunartíma en samtökin hafi ekki myndað sér skoðun á þeim.
Greint frá á Ruv.is

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum