Freisting
Lífshlaup Völundar Snæs, matreiðslumanns
Meistarakokkurinn Völundur Snær Völundarson fæddist norður í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu 21. september 1973. Hann sleit barnskónum og eyddi unglingsárunum í sveitinni á bökkum Laxár, einnar þekktustu laxveiðiár á Íslandi. Á heimaslóðum naut hann þeirra dásemda, sem felast í ferskum hráefnum til matargerðar, jafnt af landi, úr ám og hafi, en ekki síst hinna síbreytilegu árstíða, sem ganga yfir gróður, menn og skepnur á Íslandi. Völundur Snær hóf fagferil sinn sem matreiðslumaður árið 1991 við Perluna í Reykjavík. Þar starfaði hann með Sturlu Birgissyni (Matreiðslumeistara Íslands 1995-1996 og í fimmta sæti í Bocuse DOr 1999) og Gísla Thoroddsen (Club Chef de Chef). Með störfum í Perlunni, þar sem hann vann til 1996, var Völundur Snær við nám í Hótel og veitingaskóla Íslands, en þaðan lauk hann prófi árið 1995. Með matreiðslumeisturunum Sturlu Birgissyni og Gísla Thorodddsen matreiddi hann fyrir nokkrar einkaveislur og opinber matarboð á vegum Vigdísi Finnbogadóttur, þáverandi forseta Íslands. Haustið 1996 fór Völundur Snær í austurveg og gerðist lærlingur (stagiaire) við veitingastaðinn „Domaine de Clairefontaine“ sem rekinn er af matreiðslumeistaranum Philippe Girardon (Meilleurs Ouvrier de France 1997). Árið 1997, eftir veruna á „Domaine de Clairefontaine“, leitaði Völundur Snær enn á vit ævintýra og nýrrar reynslu og lagði nú leið sína vestur um haf til Bandaríkja Norður-Ameríku, þar sem hann réðist sem matreiðslumaður við The Colombia Gorge Hotel í Hood River í Oregonfylki. Að verunni við The Colombia Gorge Hótelið lokinni árið 1998 leitaði hugur Völundar Snæs aftur heim á klakann, þar sem hann bætti enn við reynslu sína og færni með nokkurra mánaða störfum við Mosfellsbakarí hjá Hafliða Ragnarssyni (íslandsmeistara í sætabrauðsgerð árin 1995, 1998 og 2002). Enn taldi Völundur Snær, að hann gæti bætt við sig þekkingu og reynslu, svo að í maí 1998 hóf hann störf við hinn rómaða veitingastað Charlies Trotters í Chicago, en hann hefur hlotið mikið lof fjölda viðurkenndra aðila bæði í Bandaríkjunum og utan þeirra. Nefna má til dæmis: Relais & Chateaux: Relais Gourmand, Mobil Travel Guide: Five Stars og AAA: Five Diamonds. Árið 2000 fékk veitingastaður Charlies Trotters hæstu verðlaun tímaritsins Wine Spectator, sem gaf honum þá umsögn, að hann væri besti veitingastaðurinn í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Fyrstu tvo mánuðina hjá Charlie Trotter vann Völundur Snær sem aðstoð í eldhúsi, (Commis Chef), en síðan sem vinnustöðvarstjóri (Chef de partie). Á meðan á dvöl hans stóð við veitingastað Charlies Trotters, hafði hann tækifæri til þess að vinna með matreiðslumeistaranum Marc Veyrat, sem kom sem gestur að veitingastaðnum, og að fimm hundruð gesta fjáröflunarveislu, sem haldin var í Chicago fyrir Bandarísku krabbameinssamtökin og að komu auk matreiðslumeistarans Charlie Trotter, meistararnir Jean-Louis Palladin, Alice Walters, Emiril Lagasse, Gray Kunz og Nancy Silverton. Í matreiðslu sinni er Völundur Snær innblásinn af þeim ströngu gæðakröfum og þeirri afburða matreiðslu, sem hann kynntist og tileinkaði sér undir handleiðslu Charlies Trotters. Vera hans við veitingastað meistarans er án efa sú reynsla, sem gefið hefur honum drýgst veganesti. Völundur Snær sneri aftur heim til Íslands vorið 1999 og tók til starfa sem næstæðsti matreiðslumaður (Sous Chef) við Hótel Holt í Reykjavík (eina Relais & Chateaux staðinn á Íslandi) og vann þá með matreiðslumeistaranum Hákoni Má Örvarssyni (Matreiðslumeistara Íslands árið 1997 og fulltrúa Íslands í Bocuse D’ Or í janúar 2001, þar sem hann náði þriðja sæti). Ferry House veitingastaðurinn, sem Völundur Snær rekur nú um stundir á Grand Bahama býður upp á besta mat sem unnt er að fá á eyjunni og er skráður hjá hinni heimþekktu Chaine du Rotisseurs. Í vinnu sinni leggur Völundur Snær höfuðáherslu á yfirburða gæði og ekki síður hugmyndaauðgi í því úrvali gómsætra rétta, sem boðið er á matseðlinum. Sífelld sókn Völundar Snæs eftir því besta, sem unnt er að ná, hefur skipað Ferry House veitingastaðnum í röð þeirra veitingastaða sem hvað hæst ber á. Heimasíða Völla: www.volundur.com Myndir tók góður vinur Freistingar hann Hreinn Hreinsson.
|
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi