Bocuse d´Or
Leyndarmálið afhjúpað – Bocuse d´Or 2019
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum, sem fylgjast með kokkakeppnum að góð umfjöllun var um Bocuse d´Or keppnina hér á veitingageirinn.is.
Mikil leynd er yfir bæklingunum hjá Bocuse d´Or keppendum, en á síðustu metrunum er þeim dreift á keppnisstað til dómara og aðra sem koma að keppninni.
Veitingageirinn.is hefur fengið í hendurnar bæklinginn sem Bjarni Siguróli lét hanna fyrir keppnina.
Skoðið bæklinginn með því að smella hér.
Ísland í 11. sæti í Bocuse d’Or 2019
Úrslit urðu að Danmörk sigraði, í öðru sæti var Svíþjóð og í það þriðja var Noregur.
Ísland lenti í 11. sæti og var það Bjarni Siguróli Jakobsson sem keppti fyrir Íslands hönd og honum til aðstoðar var Ísak Darri Þorsteinsson.
Keppnin var haldin í Lyon í Frakklandi dagana 29. – 30. janúar s.l.
Þjálfari var Viktor Örn Andrésson. Hvert þátttökuland á fulltrúa í dómarateymi Bocuse d´Or og Sturla Birgisson matreiðslumeistari dæmdi fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi.
Bocuse d´Or akademían á Íslandi er hópur fyrrverandi keppenda sem heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni.
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni19 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann