Vín, drykkir og keppni
Lexie Phillips ráðin aðstoðarbruggari Jack Daniel’s fyrst kvenna
Í vikunni bárust afar spennandi fréttir frá brugghúsi Jack Daniel’s, en þar var tilkynnt á þriðjudag að hin bandaríska Lexie Phillips hafi tekið við stöðu aðstoðarbruggara (assistant distiller) sem gerir hana að fyrstu konu sem gegnir þessari stöðu fyrir þennan heimsfræga viskíframleiðanda. Hún mun nú koma til að starfa náið með Chris Fletcher, aðalbruggara (master distiller), og stuðla að almennum gæðum og nýsköpun innan Jack Daniel’s.
„Það er mér sannur heiður að stíga inn í þetta nýja hlutverk aðstoðarbruggara og ég hlakka til að vinna með og læra af Chris,“
sagði Phillips í fréttatilkynningu.
„Það að búa til viskí hefur verið ævilöng ástríða mín og ég er þakklát fyrir að geta veit nýrri kynslóð kvenna innblástur til að feta í fótspor mín.“
Phillips, sem er með gráðu í landbúnaðarvísindum frá Middle Tennessee State University, er alls ekki ókunnug Jack Daniel’s, en hún hefur starfað þar í rúm sjö ár og sinnt veigamiklum störfum á sviðum gæðastjórnunar og framleiðslu og átti t.a.m. afar mikilvægan þátt í tilurð og útgáfu Jack Daniel’s Tennessee Rye. Einnig starfar eiginmaður hennar, sem og fjöldi annarra fjölskyldumeðlima, innan veggja þessa sögufræga brugghúss í Tennessee-fylki Bandaríkjanna.
„Lexie býr yfir djúpri þekkingu á brugghúsinu og mun koma með náðargáfu sína fyrir viskígerð í þessa nýju stöðu hennar,“
sagði Chris Fletcher.
„Hún er holdgervingur framtíðarinnar í starfi okkar hér og ég er gríðarspenntur fyrir því að hafa hana mér við hlið er við vinnum saman að því að gera Jack Daniel‘s Tennessee Whiskey eins gott og hugsast getur.“
Mynd: JackDaniels.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi