Viðtöl, örfréttir & frumraun
Létu gott af sér leiða og færðu starfsfólki Landspítalans mat – Myndir
Veitingastaðurinn Kore afhentu starfsmönnum Landspítalans 130 vefju máltíðir í morgun.
„Það er okkur sannur heiður að fá að létta aðeins undir hjá starfsfólki Landspítalans á þessum erfiðu tímum. Við vonum að maturinn hafi komið sér vel, þið eruð best! Verum jákvæð!“
Segir í tilkynningu frá Kore.
„Okkur á KORE langar að láta gott af okkur leiða og skapa í leiðinni jákvætt umtal um veitingageirann. Þetta hefur vissulega verið erfiður tími hjá veitingaaðilum en við megum ekki týna okkur í neikvæðri umræðu. Við fengum alla okkar helstu birgja til að taka þátt í verkefninu með okkur og ætlum að gefa starfsfólki Landspítalans á bilinu 150-200 skammta í dag,“
sagði Atli Snær eigandi Kore í samtali við mbl.is.
Um Atla Snæ og Kore
Atli Snær er matreiðslumaður að mennt, en hann útskrifast frá Dill árið 2018 og var fyrsti matreiðsluneminn sem útskrifaðist frá Dill. Á meðan samningstímanum á Dill, þá starfaði Atli einnig sem stagé á Faviken í Svíþjóð og á Agern hjá Gunnari í New York.
Atli hefur starfað meðal annars á Kex Hostel, Bláa lóninu, Einsa Kalda, á Michelin staðnum Dill og starfaði með Kokkalandliðinu sem aðstoðarmaður.
Eftirfarandi er skemmtileg lýsing á staðnum Kore sem finna má á heimasíðu staðarins:
Litla Kórea Íslands segir 안녕하세요 og HALLÓ HALLÓ! Snargrjónaða gleðin, kryddsterku laglínurnar og brösuðu nótnastigarnir hafa eignast rjúkandi heimili í Reykjavík. Götueldhús með bæði Gangnamstæla og Reykjavíkurnotó.
Hér sameinast ekki bara Kóreuskaginn, líka Kórea og Skaginn, skyndibitar og stífdrykkja, kóreskt Taco frá Borg englanna, djúpsteiktur kjúlli Nýju Jórvíkur og Soju vín frá móðurlandinu. Við spörum síðan ekki neitt í Kimchinu okkar
Myndir: facebook / KORE
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tilvalin jólagjöf fyrir fagmenn og ástríðukokka