Uppskriftir
Léttsteikt villigæsabringa með djúpsteiktri sellerírót og portvínssósu
Snæbjörn gefur hér uppskrift fyrir fjóra að léttsteiktri gæsabringu með djúpsteiktri sellerírót og portvínssósu.
Léttsteikt villigæsabringa
Hráefni:
4 úrbeinaðar villigæsabringur
4 bökunarkartöflur
1/2 sellerírót
1 gult súkkini
1/2 græn paprika
1/2 rauð paprika
2 chalottelaukar
2 msk. berjablanda-brómber-bláber-rifsber
1 msk. ólífuolía
1 msk. smjör
1 msk. timian
salt og pipar
1/2 bolli sykur
Aðerð:
Brúnið illigæsabringurnar í lífuolíunni á vel heitri pönnu og kryddið með salti, pipar og timian.
Skerið bökunarkartöflurnar út í 12 bananalagaboga, brúnið sykurinn í potti og setjið vatn út á og sjóðið kartöflurnar í ca 10 mínútur.
Skerið sellerírótina í þunnarræmur. Skerið paprikuna og chalottelaukinn í smáabita og steikið í smjörinu.
Skerið súkkinið í ræmur og brúnið rendur á rifflaðri pönnu, rúllið þeim upp og fyllið með paprikublöndunni og lauknum.
Steikið gæsabringurnar í 180° C heitum ofni í 8- 10 mínútur.
Skerið þær í þunnar sneiðar og raðið á disk ásamt grænmetinu, berjunum o gportvínssósunni.
Sósa
Hráefni:
1 L gæsasoð
5 chalotte laukar
1/2 L portvín
2 msk. maísenamjöl
3 msk. ólífuolía
3 msk. kaltsmjör
salt og pipar
Aðferð:
Skrælið chalotte laukinn, brytjið í litla bita og steikið í potti, þó ekki þannig að hann brúnist.
Hellið portvíninu út á og látið sjóða niður um 3/4.
Hellið því næst gæsasoðinu út á og látið sjóða góða stund.
Þykkið sósuna með maísena og bragðbætið með smjöri, salti og pipar.
Höfundur er Snæbjörn Kristjánsson matreiðslumeistari.
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup






