Keppni
Leó sópaði að sér verðlaunum | Keppir í heimsmeistaramóti barþjóna á næsta ári
Eins og fram hefur komið þá voru þau Leó Ólafsson framreiðslunemi og Elna María Tómasdóttir framreiðslumaður að taka þátt í barþjónanámskeiði og keppnum út í Eistlandi, Finnlandi og Lettlandi á vegum alþjóðlega barþjónaklúbbsins International bartender association (IBA).
Með í för voru meðlimir úr Barþjónaklúbbi Íslands en félagið er aðili að IBA.
Á meðal keppna var „Monin keppni sem haldin var í borginni Tallinn í Estoníu og kepptu rúmlega 20 keppendur og sigraði Leó keppnina með glæsibrag, að auki var Leó valinn efnilegasti nemandinn og barþjóninn.
Í verðlaun voru kristal bikarar, þriggja daga masterclass námskeið í Búdapest höfuðborg Ungverjalands og eins mun Leó keppa fyrir Íslands hönd í „Mattoni non-alcahol championship“ í Prag í Tékklandi á næsta ári.
Leó var ekki hættur hér, heldur voru nemendur skipaðir í fjögur lið, og sigraði hans lið.
Glæsilegur árangur og hefur Ísland eignast einn efnilegasta barþjón í heimi.
ég er búinn að læra ótrúlega margt,
sagði Leó hress í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um hvort hann hafi lært mikið á námskeiðinu, en nánari umfjöllun um ferðalagið ásamt myndum verður birt síðar.
Íslenski hópurinn er nú á leiðinni heim til Íslands eftir langt ferðalag, en námskeiðin og keppnirnar hafa staðið yfir frá 6. til 18. september 2015.
Meðfylgjandi vídeó sýnir hvernig fyrirkomulagið er á þessum keppnum og námskeiðum:
Leó heldur úti skemmtilegri facebook síðu sem heitir Leó Barþjónn aka Icebreaker og hvetjum við alla að smella einu læk á hana.
Mynd: af Instagram síðu rcw.is.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður






