Keppni
Leó keppir í Red Hands í London
Meistarabarþjónninn Leó Snæfeld Pálsson er farinn á vit ævintýranna til London að keppa í CAMPARI RED HANDS sem fer fram í Campari House í London.
Í úrslitakeppni Campari Red Hands eru 9 keppendur frá 8 löndum en það var einn sem fékk þátttökurétt sem „Wildcard“ frá Danmörku. Löndin sem keppa eru Ísland, Danmörk, Noregur, Finnland, Svíþjóð, Írland, Pólland og einn frá Eystrasaltslöndum þannig vinningslíkur eru háar.
Keppendur eru fjölbreyttir og er brasilískur að keppa fyrir Danmörku, Íslendingurinn Guðmar Rögnvaldsson keppir fyrir Ruda bar í Noregi og þar fram eftir götunum sem gerir keppnina skemmtilega.
Hægt er að fylgjast með förinni á Instragram hjá Loga @logisonurjons, Brand Ambassador fyrir sterkt vín hjá Ölgerðinni sem fylgir Leó út.

Leó situr hér á námsbekk og kennarar eru ekki af verri endanum, sjálfir Agostino Perrone og Giorgio Bargiani sem eru yfir hinum virta Connaught bar í London.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora