Keppni
Leó keppir í Red Hands í London
Meistarabarþjónninn Leó Snæfeld Pálsson er farinn á vit ævintýranna til London að keppa í CAMPARI RED HANDS sem fer fram í Campari House í London.
Í úrslitakeppni Campari Red Hands eru 9 keppendur frá 8 löndum en það var einn sem fékk þátttökurétt sem „Wildcard“ frá Danmörku. Löndin sem keppa eru Ísland, Danmörk, Noregur, Finnland, Svíþjóð, Írland, Pólland og einn frá Eystrasaltslöndum þannig vinningslíkur eru háar.
Keppendur eru fjölbreyttir og er brasilískur að keppa fyrir Danmörku, Íslendingurinn Guðmar Rögnvaldsson keppir fyrir Ruda bar í Noregi og þar fram eftir götunum sem gerir keppnina skemmtilega.
Hægt er að fylgjast með förinni á Instragram hjá Loga @logisonurjons, Brand Ambassador fyrir sterkt vín hjá Ölgerðinni sem fylgir Leó út.

Leó situr hér á námsbekk og kennarar eru ekki af verri endanum, sjálfir Agostino Perrone og Giorgio Bargiani sem eru yfir hinum virta Connaught bar í London.
Myndir: aðsendar

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn3 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni