Markaðurinn
Leifur Kolbeins bauð upp á stærstu sandhverfu sem veiðst hefur
Stærsta sandhverfa sem veiðst hefur við Ísland, svo vitað sé, kom á land á dögunum.
Það var áhöfnin á Hornafjarðarbátnum Sigurði Ólafssyni SF 44 sem veiddi fiskinn á föstudag í síðustu viku.
Fisksölufyrirtækið North Atlantic á Ísafirði keypti sandhverfuna á fiskmarkaði á Höfn á sunnudaginn var. Hún vigtaði 12 kíló og var 82 sentimetra löng.
„Við fengum það staðfest hjá Hafrannsóknastofnun að þetta væri stærsta sandhverfa sem veiðst hefði við Ísland. Við vildum sjá sandhverfuna. Þetta er nokkuð sem maður sér mögulega einu sinni á ævinni. Það er sjaldgæft að sjá sandhverfu hér á landi, en 12 kílóa og 82 sentimetra langa sandhverfu.
Við höfum gott auga fyrir gæðum og erum naskir á að verða okkur úti um það sem þykir sérstakt og fágætt. Það lá beinast við að við eignuðumst þennan fisk. Þetta er okkar sérsvið,“
sagði Víðir Ísfeld Ingþórsson, framkvæmdastjóri North Atlantic í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um stóru sandhverfuna hér.
Víðir sagði að Leifur Kolbeinsson, matreiðslumeistari í Marshallhúsinu og Kolabrautinni í Hörpu, hefði fengið sandhverfuna.
Myndir: Instagram / North Atlantic Fisksala
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn2 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA






