Markaðurinn
Leifur Kolbeins bauð upp á stærstu sandhverfu sem veiðst hefur
Stærsta sandhverfa sem veiðst hefur við Ísland, svo vitað sé, kom á land á dögunum.
Það var áhöfnin á Hornafjarðarbátnum Sigurði Ólafssyni SF 44 sem veiddi fiskinn á föstudag í síðustu viku.
Fisksölufyrirtækið North Atlantic á Ísafirði keypti sandhverfuna á fiskmarkaði á Höfn á sunnudaginn var. Hún vigtaði 12 kíló og var 82 sentimetra löng.
„Við fengum það staðfest hjá Hafrannsóknastofnun að þetta væri stærsta sandhverfa sem veiðst hefði við Ísland. Við vildum sjá sandhverfuna. Þetta er nokkuð sem maður sér mögulega einu sinni á ævinni. Það er sjaldgæft að sjá sandhverfu hér á landi, en 12 kílóa og 82 sentimetra langa sandhverfu.
Við höfum gott auga fyrir gæðum og erum naskir á að verða okkur úti um það sem þykir sérstakt og fágætt. Það lá beinast við að við eignuðumst þennan fisk. Þetta er okkar sérsvið,“
sagði Víðir Ísfeld Ingþórsson, framkvæmdastjóri North Atlantic í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um stóru sandhverfuna hér.
Víðir sagði að Leifur Kolbeinsson, matreiðslumeistari í Marshallhúsinu og Kolabrautinni í Hörpu, hefði fengið sandhverfuna.
Myndir: Instagram / North Atlantic Fisksala
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði