Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Le kock strákarnir opna veitingastað í Ármúla
Le KocK er nýjasta viðbót í veitingaflóru Reykjavíkur. Í byrjun stóð til að opna matarvagn undir merkjum Le KocK sem átti fyrst um sinn vera staðsettur í Reykjavík, vera með PopUp stað í Mathöllinni á Hlemmi og síðar ferðast um landið, en nú er breyting á.
Það eru kokkarnir Karl Óskar Smárason, Knútur Hreiðarsson og Markús Ingi Guðnason sem eru eigendur Le KocK og nú hafa þeir félagar leigt húsnæði við Ármúla 42 þar sem Brautarstöðin var áður til húsa og er unnið hörðum höndum að undirbúningi opnunar. Maturinn á Le Kock verður einskonar nostalgía frá barnæsku þeirra félaga, bragðsamsetning sem fært er í götumat með íslensku tvist.
Frumraun er í gangi þessa dagana og er opið í vikunni frá kl. 11:30 – 15:00, með takmarkaðan matseðil í boði:
Matseðill
Le Kock hamborgari með reyktum osti, tómat, salat, lauk, súrsaði gúrku og kock sósu – Kr. 1600,-
Grísasamloka með BBQ, sinnepi, rauðkáli, appelsínum, jalapeno relish og fetaostakremi – Kr. 1600,-
Chopp salat, sætar kartöflur, broccoli, gulrætur, blómkál, agúrka, hnúðkál og rófa. – Kr. 1300,-
Sætindi
Graðkaka – Kr. 350,-
Kleinuhringur (súrdeigs) – Kr. 350,-
Koddar með kanilsykri (5 stk) – Kr. 350,-
Drykkir
Kaffi með ábót – Kr. 250,-
Mjólkurglas – Kr. 150,-
Nú er tilvalið að kíkja í heimsókn og prófa.
Myndir: facebook / Le Kock
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni3 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt4 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast