Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Le kock strákarnir opna veitingastað í Ármúla

Birting:

þann

Le KocK

F.v. Knútur Hreiðarsson, Markús Ingi Guðnason og Karl Óskar Smárason
Markús Ingi Guðnason starfaði á Koks í Færeyjum síðastliðið sumar sem sous chef og á undan því á Mat og drykk, en Markús lærði matreiðslu í Keiser University skólanum í Flórída. Knútur Hreiðarsson starfaði síðast á Mat og drykk, en hann lærði fræðin sín á Hótel Holti. Karl Óskar Smárason starfaði með þeim Knúti og Markúsi hjá Mat og drykk, en hann lærði fræðin sín á Vox restaurant.

Le KocK er nýjasta viðbót í veitingaflóru Reykjavíkur. Í byrjun stóð til að opna matarvagn undir merkjum Le KocK sem átti fyrst um sinn vera staðsettur í Reykjavík, vera með PopUp stað í Mathöllinni á Hlemmi og síðar ferðast um landið, en nú er breyting á.

Það eru kokkarnir Karl Óskar Smárason, Knútur Hreiðarsson og Markús Ingi Guðnason sem eru eigendur Le KocK og nú hafa þeir félagar leigt húsnæði við Ármúla 42 þar sem Brautarstöðin var áður til húsa og er unnið hörðum höndum að undirbúningi opnunar.  Maturinn á Le Kock verður einskonar nostalgía frá barnæsku þeirra félaga, bragðsamsetning sem fært er í götumat með íslensku tvist.

Le kock

F.v. Karl Óskar Smárason, Knútur Hreiðarsson, Kristinn Guðmundsson höfundur matreiðsluþáttanna SOÐ og Markús Ingi Guðnason
SOÐ POP-UP Á LE KOCK
Suðarinn verður með samSOÐ með strákunum á Le KocK.
Suðarinn og Kockararnir ætla að setja saman standandi kvöldverð með standandi drykkju fram á kvöld. Þekktir réttir frá SOÐ verða á boðstólnum ásamt nýjum réttum.
Frítt verður inn og boðið verður upp á mat meðan til er.
„Víst okkur langar að styrkja einhverf börn þá væri rosa gaman ef þið gætuð borgað verð sem ykkur þykir sanngjarnt… 500kr.- 50.000kr.- jáhh eða 500.000.000kr.- eða meira til að styrkja einhverf börn“, segir í tilkynningu á facebook síðu SOÐ.
Endilega kíkið við á Ármúla 42 í Reykjavík í dag fimmtudaginn 20 júlí. P.s. Selfí með Suðaranum (Kristni) kostar 1000.-kr og fer allur ágóðinn til einhverfusamtakanna.

Frumraun er í gangi þessa dagana og er opið í vikunni frá kl. 11:30 – 15:00, með takmarkaðan matseðil í boði:

Matseðill
Le Kock hamborgari með reyktum osti, tómat, salat, lauk, súrsaði gúrku og kock sósu – Kr. 1600,-
Grísasamloka með BBQ, sinnepi, rauðkáli, appelsínum, jalapeno relish og fetaostakremi – Kr. 1600,-
Chopp salat, sætar kartöflur, broccoli, gulrætur, blómkál, agúrka, hnúðkál og rófa. – Kr. 1300,-

Sætindi
Graðkaka – Kr. 350,-
Kleinuhringur (súrdeigs) – Kr. 350,-
Koddar með kanilsykri (5 stk) – Kr. 350,-

Drykkir
Kaffi með ábót – Kr. 250,-
Mjólkurglas – Kr. 150,-

Nú er tilvalið að kíkja í heimsókn og prófa.

Le KocK

Frumlegir réttir hjá Le KocK og líta óstjórnlega vel út!
Á meðal rétta sem að Le KocK býður upp á er: íslensk vaffla með cornflakes kjúkling, hrásalati, sítrónupikkluðum agúrkum og sinneps majónesi. Kleinuhringur fylltur með sætri súrmjólk og hjúpaður með púðursykur karamellu og hunangs cheerios. Djúpsteikt smælki með fetaosti, vínberjum, vorlauk og hnetum. Kleinuhringur sem tengir við kókómjólk og kringlu en hann er fylltur með kúmen bragðbættri mjólkursúkkulaðimús og hjúpaður með súkkulaðikremi og kristölluði súkkulaði. Smælkiréttur með tómat chimmichurri, djúpsteiktri svínasíðu, grilluðum maís og sýrðum rjóma.

Le KocK

Kleinuhringur fylltur með sætri súrmjólk og hjúpaður með púðursykur karamellu og hunangs cheerios.

Le KocK

Smælkiréttur með tómat chimmichurri, djúpsteiktri svínasíðu, grilluðum maís og sýrðum rjóma.

 

Myndir: facebook / Le Kock

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið