Frétt
Le Kock poppar upp á Apotekinu 17. – 19. maí
Apotekið hefur verið duglegt við að bjóða upp á skemmtilega popp upp viðburði á árinu í samstarfi við bæði matreiðslumenn og önnur veitingahús. Hafa þessir viðburðir mælst gríðarlega vel fyrir og nú er von á góðu því strákarnir í Le Kock ætla að poppa upp í hádeginu á Apotekinu frá fimmtudegi til laugardags í þessari viku.
Þeir Karl Óskar Smárason, Markús Ingi Guðnason og Knútur Hreiðarsson forsprakkar Le Kock í samstarfi við matreiðslumenn Apoteksins bjóða upp á 4 hrikalega spennandi hádegisrétti sem verða á seðlinum þegar Le Kock opnar í miðbænum seinna á árinu.
Þetta er klárlega eitthvað sem sannir matgæðingar láta svo sannarlega ekki framhjá sér fara.
Frekari upplýsingar um Pop Up seðilinn má finna inni á heimasíðu Apóteksins, www.apotek.is
Mynd: aðsend

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri