Frétt
Le Kock poppar upp á Apotekinu 17. – 19. maí
Apotekið hefur verið duglegt við að bjóða upp á skemmtilega popp upp viðburði á árinu í samstarfi við bæði matreiðslumenn og önnur veitingahús. Hafa þessir viðburðir mælst gríðarlega vel fyrir og nú er von á góðu því strákarnir í Le Kock ætla að poppa upp í hádeginu á Apotekinu frá fimmtudegi til laugardags í þessari viku.
Þeir Karl Óskar Smárason, Markús Ingi Guðnason og Knútur Hreiðarsson forsprakkar Le Kock í samstarfi við matreiðslumenn Apoteksins bjóða upp á 4 hrikalega spennandi hádegisrétti sem verða á seðlinum þegar Le Kock opnar í miðbænum seinna á árinu.
Þetta er klárlega eitthvað sem sannir matgæðingar láta svo sannarlega ekki framhjá sér fara.
Frekari upplýsingar um Pop Up seðilinn má finna inni á heimasíðu Apóteksins, www.apotek.is
Mynd: aðsend
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






