Markaðurinn
Lax í sesam og engifer með grænmetisblöndu
Okkur langar að deila með ykkur gómsætri og einfaldri uppskrift að laxi í sesam og engifer. Þetta er bragðgóður réttur sem allir ættu að fara létt með að gera en með fiskinum er höfð hvítlaukssósa og grænmetisblanda frá Hafinu.
Uppskrift fyrir 4.
Innihald:
Lax
800 g lax í sesam engifer frá Hafinu.
Sósa
Hvítlauskssósa Hafsins
Meðlæti
500 g kartöflu draumur Hafsins
500 g græmetisblanda Hafsins
1 poki salatblanda
Aðferð:
Lax
Hitið olíu á pönnu og leggið fiskinn á pönnuna, ef fiskurinn er með roði þá fer það fyrst niður. Steikið þar til fiskurinn er hálfeldaður og roðið stökkt, snúið við og klárið eldunina í 3 – 4 mínútur.
Meðlæti
Meðlætið fer í ofninn á 180°C í 10-15 mínútur.
Berið fram með salati og sósu.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni2 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift