Pistlar
Lávarðadeild KM boðið að Bessastöðum
Lávarðadeild Klúbbs Matreiðslumeistara “KM“ sem er að mestu sá hópur sem stofnaði Klúbbinn 1972. Við förum einu sinni til tvisvar á ári í svokallaðar Fræðsluferðir. Við leigjum litla rútu og keyrir undirritaður.
Þann 25. apríl fórum við og heimsóttum Matfugl í Mosfellsbæ. Þar tók á móti okkur Samúel Gíslason og tók hann okkur í gegnum allan ferilinn. Skoðuðum kjúklinga sláturhúsið og ég verð að segja að það vakti mikla ánægju og undrun okkar hversu fullkomið og þrifalegt það er.

Meðlimir í Lávarðadeild KM ánægðir með heimsóknina til Mata. „Mata flytur inn grænmeti fyrir veitingahús og var úrvalið stórkostlegt og gæðin frábær….“
Þennan morgun var 14.000 kjúklingum slátrað og var vinnslan næstum fullgerð á þremur tímum. Þeir eru líka með allskonar vörur fyrir hin ýmsu fyrirtæki, að mestu í verslanir en líka fyrir nokkur veitingahús. Glæsilegt fyrirtæki með frábærar vörur.
Því næst fórum við og skoðuðum kjúklinga rækt og fengum að skoða kjúklinga, að vísu bara í gegnum gler þar sem þeir voru a þremur mismunandi vaxtar stigum.
Að okkar mati önnur frábær vinnsla og var ekki annað að sjá en fuglarnir undu sér hið besta. Samúel útskýrði hvert stig á frábæran hátt. Þá var ekið aftur í Matfugl þar sem okkur var boðið í hádegismat.
Þá var farið í Mata sem er fyrirtæki og flytur inn grænmeti fyrir veitingahús og var úrvalið stórkostlegt og gæðin frábær.

Lávarðadeild Klúbbs Matreiðslumeistara
Frá vinstri: Ingimar Ingimarsson ráðsmaður á Bessastöðum, Brynjar Eymundsson, Guðjón Steinsson, Lárus Loftsson, Kristján Sæmundsson, Stefán Hjaltested, Hilmar B. Jónsson, Frú Eliza Reid, Herra Guðni Th. Jóhannesson, Ib Wessman, Karl Finnbogason, Sverrir Þorláksson, Þorsteinn K. Guðmundsson, Sigurvin Gunnarsson, Gunnlaugur Hreiðarsson, Ragnar Guðmundsson. Ljósmyndari: Jón Svavarsson.
Næst var okkur boðið að Bessastöðum þar sem Forseti vor Herra Guðni Th. og hans frábæra eiginkona tóku á móti okkur með kaffi og pönnukökum.
Þarna áttum við frábærar samræður við forsetahjónin en þau hafa sýnt Landsliði Matreiðslumanna sérstakan áhuga þar sem við höfum aldrei verið fyrir neðan 10 bestu þjóðir í heimi.
Þar næst var farið og veislueldhús Kjötkompaní skoðað, en þar ræður ríkjum Örn Svarfdal sem er meðlimur í KM. Þarna sáum við margar nýjungar og fengum að smakka kræsingar líkt því sem þeir eru með á boðstólnum.
Þetta var frábær dagur fyrir gamla reynda matreiðslumeistara.

Hilmar Bragi Jónsson
Ljósmyndari: Jón Svavarsson.

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu