Pistlar
Lávarðadeild KM boðið að Bessastöðum
Lávarðadeild Klúbbs Matreiðslumeistara “KM“ sem er að mestu sá hópur sem stofnaði Klúbbinn 1972. Við förum einu sinni til tvisvar á ári í svokallaðar Fræðsluferðir. Við leigjum litla rútu og keyrir undirritaður.
Þann 25. apríl fórum við og heimsóttum Matfugl í Mosfellsbæ. Þar tók á móti okkur Samúel Gíslason og tók hann okkur í gegnum allan ferilinn. Skoðuðum kjúklinga sláturhúsið og ég verð að segja að það vakti mikla ánægju og undrun okkar hversu fullkomið og þrifalegt það er.
Þennan morgun var 14.000 kjúklingum slátrað og var vinnslan næstum fullgerð á þremur tímum. Þeir eru líka með allskonar vörur fyrir hin ýmsu fyrirtæki, að mestu í verslanir en líka fyrir nokkur veitingahús. Glæsilegt fyrirtæki með frábærar vörur.
Því næst fórum við og skoðuðum kjúklinga rækt og fengum að skoða kjúklinga, að vísu bara í gegnum gler þar sem þeir voru a þremur mismunandi vaxtar stigum.
Að okkar mati önnur frábær vinnsla og var ekki annað að sjá en fuglarnir undu sér hið besta. Samúel útskýrði hvert stig á frábæran hátt. Þá var ekið aftur í Matfugl þar sem okkur var boðið í hádegismat.
Þá var farið í Mata sem er fyrirtæki og flytur inn grænmeti fyrir veitingahús og var úrvalið stórkostlegt og gæðin frábær.
Næst var okkur boðið að Bessastöðum þar sem Forseti vor Herra Guðni Th. og hans frábæra eiginkona tóku á móti okkur með kaffi og pönnukökum.
Þarna áttum við frábærar samræður við forsetahjónin en þau hafa sýnt Landsliði Matreiðslumanna sérstakan áhuga þar sem við höfum aldrei verið fyrir neðan 10 bestu þjóðir í heimi.
Þar næst var farið og veislueldhús Kjötkompaní skoðað, en þar ræður ríkjum Örn Svarfdal sem er meðlimur í KM. Þarna sáum við margar nýjungar og fengum að smakka kræsingar líkt því sem þeir eru með á boðstólnum.
Þetta var frábær dagur fyrir gamla reynda matreiðslumeistara.
Ljósmyndari: Jón Svavarsson.
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Frétt2 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt