Markaðurinn
Laust starf yfirkokks á Reykholti
Fosshótel Reykholt óskar eftir að ráða öflugan yfirkokk til að sjá um rekstur eldhúss hótelsins.
Yfirkokkur stýrir daglegum rekstri eldhússins og leiðir hóp starfsmanna og ber ábyrgð á hagkvæmum rekstri og velferð með ánægju starfsmanna og gesta að leiðarljósi.
Starfsvið
- Fagleg stjórnun, skipulagning og framkvæmd í eldhúsinu
- Matreiðsla, bakstur og framsetning
- Matseðlagerð fyrir veitingastað og hópa í samráði við hótelstjóra
- Sér til þess að veitingar standist gæðakröfur
- Ber ábyrgð á frágangi og geymslu á matvælum
- Ábyrgð á eftirliti með hreinlæti, GÁMES
- Umsjón með kostnaðareftirliti og verð- og framlegðarútreikninga framleiðslunnar
Hæfniskröfur
- Menntun sem tengist starfi æskileg
- Talsverð reynsla af sambærilegum störfum skilyrði
- Töluverð færni í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund
- Mikil krafa um frumkvæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum
- Öryggisvitund og þekking á GÁMES kostur
Húsnæði er í boði á staðnum
Fosshótel Reykholt býður upp á allt það helsta sem alvöru sveitahótel þarf að hafa. Á hótelinu er glæsileg heilsulind í rólegu, slakandi og endurnærandi umhverfi og flottur veitingastaður.
Hótelið ber þess merki að vera á söguslóðum en þar má finna alls kyns minjar og söguslóðir frá tímum Snorra Sturlusonar sem gerir dvölina einstaklega skemmtilega fyrir forvitna ferðamenn.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Uber Eats höfðar mál gegn DoorDash vegna meintra einokunaraðferða