Markaðurinn
Laust starf yfirkokks á Reykholti
Fosshótel Reykholt óskar eftir að ráða öflugan yfirkokk til að sjá um rekstur eldhúss hótelsins.
Yfirkokkur stýrir daglegum rekstri eldhússins og leiðir hóp starfsmanna og ber ábyrgð á hagkvæmum rekstri og velferð með ánægju starfsmanna og gesta að leiðarljósi.
Starfsvið
- Fagleg stjórnun, skipulagning og framkvæmd í eldhúsinu
- Matreiðsla, bakstur og framsetning
- Matseðlagerð fyrir veitingastað og hópa í samráði við hótelstjóra
- Sér til þess að veitingar standist gæðakröfur
- Ber ábyrgð á frágangi og geymslu á matvælum
- Ábyrgð á eftirliti með hreinlæti, GÁMES
- Umsjón með kostnaðareftirliti og verð- og framlegðarútreikninga framleiðslunnar
Hæfniskröfur
- Menntun sem tengist starfi æskileg
- Talsverð reynsla af sambærilegum störfum skilyrði
- Töluverð færni í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund
- Mikil krafa um frumkvæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum
- Öryggisvitund og þekking á GÁMES kostur
Húsnæði er í boði á staðnum
Fosshótel Reykholt býður upp á allt það helsta sem alvöru sveitahótel þarf að hafa. Á hótelinu er glæsileg heilsulind í rólegu, slakandi og endurnærandi umhverfi og flottur veitingastaður.
Hótelið ber þess merki að vera á söguslóðum en þar má finna alls kyns minjar og söguslóðir frá tímum Snorra Sturlusonar sem gerir dvölina einstaklega skemmtilega fyrir forvitna ferðamenn.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora