Markaðurinn
Laust starf yfirkokks á Reykholti
Fosshótel Reykholt óskar eftir að ráða öflugan yfirkokk til að sjá um rekstur eldhúss hótelsins.
Yfirkokkur stýrir daglegum rekstri eldhússins og leiðir hóp starfsmanna og ber ábyrgð á hagkvæmum rekstri og velferð með ánægju starfsmanna og gesta að leiðarljósi.
Starfsvið
- Fagleg stjórnun, skipulagning og framkvæmd í eldhúsinu
- Matreiðsla, bakstur og framsetning
- Matseðlagerð fyrir veitingastað og hópa í samráði við hótelstjóra
- Sér til þess að veitingar standist gæðakröfur
- Ber ábyrgð á frágangi og geymslu á matvælum
- Ábyrgð á eftirliti með hreinlæti, GÁMES
- Umsjón með kostnaðareftirliti og verð- og framlegðarútreikninga framleiðslunnar
Hæfniskröfur
- Menntun sem tengist starfi æskileg
- Talsverð reynsla af sambærilegum störfum skilyrði
- Töluverð færni í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund
- Mikil krafa um frumkvæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum
- Öryggisvitund og þekking á GÁMES kostur
Húsnæði er í boði á staðnum
Fosshótel Reykholt býður upp á allt það helsta sem alvöru sveitahótel þarf að hafa. Á hótelinu er glæsileg heilsulind í rólegu, slakandi og endurnærandi umhverfi og flottur veitingastaður.
Hótelið ber þess merki að vera á söguslóðum en þar má finna alls kyns minjar og söguslóðir frá tímum Snorra Sturlusonar sem gerir dvölina einstaklega skemmtilega fyrir forvitna ferðamenn.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri






