Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Laundromat opnar á Laugarásvegi

Birting:

þann

Lauga ás - Laundromat

Veitingastaðurinn Lauga-ás hefur verið staðsett við Laugarásvegi 1 í tæp 40 ár.

Stefnt er að því að opna nýj­an Laun­drom­at-stað á Laug­ar­ás­vegi, við hliðina á veit­ingastaðnum Lauga­ás, í sum­ar.

Að sögn Jó­hanns Friðriks Har­alds­son­ar, eig­anda Laun­drom­at, er verið að bíða eft­ir því að leyfi fá­ist hjá Reykja­vík­ur­borg fyr­ir staðnum. Hús­næðið hef­ur engu að síður verið tryggt og er hönn­un­in þegar haf­in, að því er fram kemur á heimasíðu Morgunblaðsins mbl.is.

Til stóð að opna staðinn í vor en lík­lega mun það drag­ast fram yfir mitt sum­ar. Einn Laun­drom­at-staður er fyr­ir hér á landi, eða í Aust­ur­stræti.

„Þetta verður mjög spenn­andi. Laun­drom­at er fjöl­skyldu­vænt kaffi­hús og við höf­um fundið fyr­ir aukn­um straumi ferðamanna og áhuga á að nýta aðstöðu, bæði fyr­ir þvotta­vél­ar og veit­ing­ar,“

seg­ir Jó­hann Friðrik í samtali við mbl.is, en hann tók við rekstri Laun­drom­at árið 2013.

Hann seg­ir staðsetn­ing­una  á Laug­ar­ás­vegi vera góða. Fjöldi fólks fari í Laug­ar­dals­laug­ina skammt frá og einnig séu tjald­stæði og far­fugla­heim­ili í ná­grenn­inu.

„Svo höf­um við heyrt utan af okk­ur að það vanti gott kaffi­hús í hverfið, þannig að þetta verður líka hver­fiskaffi­hús. Svo er þetta stærð sem hent­ar vel,“

bæt­ir hann við.

Hús­næðið er 138 fer­metr­ar, þar af kjall­ari sem fer und­ir lag­er og þvotta­vélaaðstöðu. Einnig verður í kjall­ar­an­um leik­svæði fyr­ir börn og starfs­mannaaðstaða. Hús­næðið í Aust­ur­stræti er líka á tveim­ur hæðum en að sögn Jó­hanns er það um tvö­falt stærra.

Greint frá á mbl.is

Götumynd:

Mynd: skjáskot af google korti.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið