Smári Valtýr Sæbjörnsson
Laundromat opnar á Laugarásvegi
Stefnt er að því að opna nýjan Laundromat-stað á Laugarásvegi, við hliðina á veitingastaðnum Laugaás, í sumar.
Að sögn Jóhanns Friðriks Haraldssonar, eiganda Laundromat, er verið að bíða eftir því að leyfi fáist hjá Reykjavíkurborg fyrir staðnum. Húsnæðið hefur engu að síður verið tryggt og er hönnunin þegar hafin, að því er fram kemur á heimasíðu Morgunblaðsins mbl.is.
Til stóð að opna staðinn í vor en líklega mun það dragast fram yfir mitt sumar. Einn Laundromat-staður er fyrir hér á landi, eða í Austurstræti.
„Þetta verður mjög spennandi. Laundromat er fjölskylduvænt kaffihús og við höfum fundið fyrir auknum straumi ferðamanna og áhuga á að nýta aðstöðu, bæði fyrir þvottavélar og veitingar,“
segir Jóhann Friðrik í samtali við mbl.is, en hann tók við rekstri Laundromat árið 2013.
Hann segir staðsetninguna á Laugarásvegi vera góða. Fjöldi fólks fari í Laugardalslaugina skammt frá og einnig séu tjaldstæði og farfuglaheimili í nágrenninu.
„Svo höfum við heyrt utan af okkur að það vanti gott kaffihús í hverfið, þannig að þetta verður líka hverfiskaffihús. Svo er þetta stærð sem hentar vel,“
bætir hann við.
Húsnæðið er 138 fermetrar, þar af kjallari sem fer undir lager og þvottavélaaðstöðu. Einnig verður í kjallaranum leiksvæði fyrir börn og starfsmannaaðstaða. Húsnæðið í Austurstræti er líka á tveimur hæðum en að sögn Jóhanns er það um tvöfalt stærra.
Götumynd:
Mynd: skjáskot af google korti.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Frétt4 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði