Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Laufey opnar um Versló – Myndir
Laufey Welcome Center mun opna um Verslunarmannahelgina og taka á móti gestum við Þjóðveg 1 á horni Landeyjarhafnarafleggjarans. Reikna má með talsverðri umferð gesta til og frá Vestmannaeyjum þessa helgi og eru þeir sérstaklega velkomnir, sem og allir vegfarendur á Suðurlandi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Laufey Bistró mun bjóða upp á úrvals matseðil fyrir svanga sælkera. Í Laufey eru hreinustu sjálfhreinsandi salerni í heimi frá Sanitronics í Hollandi, sjálfsafgreiðsluverslun með helstu drykkjum, snarli og vörum fyrir ferðalanga og einstök gagnvirk upplýsingaborð um áhugaverða staði og þjónustu í nærumhverfi. Allar upplýsingar um ferðir Herjólf verða áberandi. Kempower hraðhleðslustöðvar eru fyrir átta rafbíla, vöktuð bílastæði og ilmandi Costa kaffi. Laufey mun opna snemma, loka seint og stefnt er að opnun allan sólarhringinn fyrir hluta þjónustunnar sem er bylting í kjarnaþjónustu fyrir sveitarfélagið og vegfarendur á svæðinu.
Að baki Laufey stendur fjölbreyttur hópur ríflega 30 eigenda sem eru áhugafólk um bætta innviði, og þá sérstaklega hraðhleðslu fyrir stækkandi rafbílaflota landsmanna og vönduð hrein salerni við Þjóðveginn. Framkvæmdir hófust í ágúst 2022 og verður endanlegum frágangi lokið núna í ágúst tveimur árum seinna.
Laufey þakkar sýndan stuðning og áhuga Rangárþings Eystra, stofnanna á Suðurlandi, Arion Banka og þeim fjölmörgu samstarfsaðilum sem koma að þessu verkefni.
Ekki síst þakkar Laufey íbúum nærsveita og í Vestmannaeyjum fyrir hvatningu og velvilja á þessari vegferð frá hugmynd að opnun, og segir Laufey því nú hátt og snjallt; Komdu fagnandi!
Nánari uppýsingar á www.laufey.org og Facebook síðu Laufey.
Myndir: aðsendar
-
Frétt20 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum