Vertu memm

Freisting

Latibær í bíó og veitingastaðir í deiglunni

Birting:

þann

Magnús SchevingÍþróttaálfurinn Magnús Scheving ætlar að gera bíómynd um Latabæ og hyggur að stofnun veitingahúsakeðju undir sama nafni, samkvæmt viðtali sem breski fréttavefurinn Telegraph átti við Magnús og birt var í gær.

Kjartan Már Kjartansson, talsmaður Latabæjar, segir bíómyndina vera í frumvinnslu en vildi ekki staðfesta hvort veitingahúskeðja væri í bígerð. „Það eru ýmis verkefni á undirbúningsstigi en það hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um þau,“ sagði Kjartan Már í samtali við Fréttablaðið í gær. „Bíómyndin er í frumvinnslu en nú liggur öll okkar vinna í að klára næstu þáttaröð.“

Í viðtalinu við Telegraph er Magnús Scheving sagður vera svar Íslands við sjónvarpskokkinum Jamie Oliver, sem barist hefur fyrir bættu fæði í breskum skólum. Þá kemur þar fram að með Latabæjarþáttunum hafi grænmetis- og ávaxtaneysla hjá íslenskum börnum aukist um 20%. Í lok viðtalsins er Magnús sagður ætla að opna veitingahúsakeðju undir nafni Latabæjar og að hann væri til í að fá sjónvarpskokkinn Jamie Oliver til liðs við sig. „Ég gæti séð um æfingarnar og hann um matinn. Ég held að við gætum myndað gott teymi,“ hefur Telegraph eftir Magnúsi.

Í viðtalinu kemur jafnframt fram að leikstjórinn Quentin Tarantino hafi heillast svo af því einstaka samspili sem brúðurnar og alvöru leikarar mynda í þáttunum að hann hafi heimsótt upptökuverið í Garðabæ.

Tökur á annarri þáttaröð Latabæjar standa nú yfir en alls verða teknir upp átján þættir fyrir þessa röð. Þættirnir eru nú sýndir í 103 löndum og voru meðal annars teknir til sýningar á BBC2 fyrir skömmu.

Greint frá á visir.is

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið