Frétt
Lánuðu forstjóranum 500 milljónir án trygginga
Atorka lánaði forstjóra A. Karlssonar 510 milljónir án trygginga í lok árs 2007 til að kaupa 51% hlut Atorku í fyrirtækinu. Viðskiptin voru ekki tilkynnt til Kauphallarinnar. Atorka er núna í nauðasamningum og ljóst að kröfuhafar og hluthafar verða fyrir miklu tjóni, en frá þessu er greint frá á vef Morgunblaðsins mbl.is.
A. Karlsson er fyrirtæki sem selur vörur á sviði heilbrigðismála, húsgögn, eldhúsbúnað og fleira. Fyrirtækið var rekið með hagnaði á árunum 2001-2005. Illa gekk hins vegar í rekstrinum 2006-2007. Tapið var 45 milljónir 2006 og 208 milljónir árið 2007. Tap varð líka á rekstrinum í fyrra.
Kaupendur A. Karlssonar voru tveir, Hraunhólar ehf. sem keypti 51% og Beta ehf. sem keypti 49% hlut. Beta er alfarið í eigu Atorku, en Hraunhólar eru í eigu Lindu B. Gunnlaugsdóttur, forstjóra A. Karlssonar.
Hraunhólar keyptu hlutinn í A. Karlssyni á 510 milljónir og lánaði Atorka allt kaupverðið án þess að setja fram sérstakar tryggingar. Lánið er kúlulán sem greiða átti á síðasta ársfjórðungi 2009.
Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.
Greint frá á Mbl.is
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni11 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum






