Frétt
Lánuðu forstjóranum 500 milljónir án trygginga
Atorka lánaði forstjóra A. Karlssonar 510 milljónir án trygginga í lok árs 2007 til að kaupa 51% hlut Atorku í fyrirtækinu. Viðskiptin voru ekki tilkynnt til Kauphallarinnar. Atorka er núna í nauðasamningum og ljóst að kröfuhafar og hluthafar verða fyrir miklu tjóni, en frá þessu er greint frá á vef Morgunblaðsins mbl.is.
A. Karlsson er fyrirtæki sem selur vörur á sviði heilbrigðismála, húsgögn, eldhúsbúnað og fleira. Fyrirtækið var rekið með hagnaði á árunum 2001-2005. Illa gekk hins vegar í rekstrinum 2006-2007. Tapið var 45 milljónir 2006 og 208 milljónir árið 2007. Tap varð líka á rekstrinum í fyrra.
Kaupendur A. Karlssonar voru tveir, Hraunhólar ehf. sem keypti 51% og Beta ehf. sem keypti 49% hlut. Beta er alfarið í eigu Atorku, en Hraunhólar eru í eigu Lindu B. Gunnlaugsdóttur, forstjóra A. Karlssonar.
Hraunhólar keyptu hlutinn í A. Karlssyni á 510 milljónir og lánaði Atorka allt kaupverðið án þess að setja fram sérstakar tryggingar. Lánið er kúlulán sem greiða átti á síðasta ársfjórðungi 2009.
Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.
Greint frá á Mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi