Vertu memm

Uncategorized @is

Langflestir hrífast af hrefnukjöti

Birting:

þann

Ásbjörn Pálsson matreiðslumeistari

Ásbjörn Pálsson matreiðslumeistari

Á efri hæð Byggðasafnsins í Garðinum er veitingahúsið Tveir Vitar sem dregur nafn sitt af vitunum tveimur sem er helsta kennileiti Garðskagans. Sumarið þar hefur verið annasamt og segja eigendurnir Ásbjörn Pálsson og Ingibjörg Sigríður Ármannsdóttir að síðan þau tóku við rekstrinum fyrir þremur árum hafi gestafjöldi farið stigvaxandi.

„Þetta gengur bara rosalega vel, það er mikið um hópa sem koma til okkar. Hóparnir samanstanda mest af erlendum ferðamönnum sem fara í ferð um Reykjanesið með ferðaskrifstofu. Þau byrja oftast á því að fara í Bláa Lónið, síðan er ýmislegt skoðað á svæðinu og endað í kvöldmat hjá okkur áður en farið er í flug,“ segir Ásbjörn í samtali við Víkurfréttir.

Um helgar má oft heyra íslensku á staðnum en færst hefur í aukana að Íslendingar af höfuðborgarsvæðinu fari í dagsferð um Reykjanesið, enda ekki löng keyrsla. Tveir Vitar bjóða upp á kvöldverð frá kl. 17 og fram eftir kvöldi á virkum dögum sem og um helgar, en staðurinn opnar hins vegar um hádegi og þá eru kökur og kaffi á boðstólnum fram eftir degi.

Ásbjörn segir mikilvægt að bjóða upp á fjölbreyttan matseðil en einnig veki það lukku hjá gestum að bjóða upp á ferskt hráefni af svæðinu.

„Við höfum boðið upp á bleikju, skelfisk og krækling sem við fáum á Suðurnesjunum. Hrefnukjöt hefur verið vinsælt hjá okkur meðal erlendra ferðamanna og eru langflestir hrifnir af því.“

 

Greint frá á vf.is

Mynd úr safni: Smári

Twitter og Instagram: #veitingageirinn

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið