Freisting
Landslið matreiðslumanna með æfingu í heita matnum
Í nógu er að snúast hjá félögum okkar í Klúbbi Matreiðslumeistara, en unnið er hörðum höndum við að senda landslið matreiðslumanna á Heimsbikarmót í matreiðslu (World culinary cup) sem er haldið í Luxembourg fjórða hvert ár.
Undirbúningurinn er mikill fyrir svona keppni, en keppnin er tvíþætt, því að keppt er í köldum mat sem hér segir:
Pinnamatur, þriggja til fimm réttamatseðlar, föt fyrir fyrir 6 til 8 manns, eftirréttir, konfekt, skúlptúr úr súkkulaði eða sykri. Ofl.
Sumt á að vera heitt en sýnt kalt.
Æfingum á þessum hluta lauk á Ostadögum í Smáralindinni þann 30.sept. síðastliðin.
Þess ber að geta að búið er að senda fimm bretti af tækjum, áhöldum og skreytingum fyrir borðið, sem er 16 fermetrar að stærð áleiðis til Luxembourgar með Samskipum.
Nú standa yfir æfingar með Heita matinn og verður ein æfing á Hótel Geysi þann 27 okt. borðapantanir í síma 480 6800.
þar sem þarf að afgreiða 110 manns með þriggja rétta matseðil sem samanstendur af eftirfarandi:
Matseðill fyrir Heita matinn
Expogast 2006 World culinary cup
Létt reykt bleikja og skelfisk tartaletta með appelsínu ylmandi skelfisk sósu
Lightly smoked artic charr and mixed shellfish tartlette with orange infused shellfish sauce
———OOOO——–
Lífræntræktað lamb á þrjá vegu með estragon kartöflum, haustgrænmeti og sítrónu- og tímian sósu
Selection of organic lamb with estragon potatoes, winter vegetables and lemon-thyme sauce
———OOOO——–
Heitt möndlu og súkkulaði soufflé með provencal möndlu mousse ásamt aprikósum á þrjá vegu
Hot almond and chocolate soufflé and provencal almond mousse with apricot on three ways
Ýmsar myndir frá undirbúning kokkalandsliðsins
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s