Vertu memm

Kokkalandsliðið

Landslið matreiðslumanna á heimsmeistaramót 2010

Birting:

þann

Undirbúningur hjá landsliði matreiðslumanna er hafin og hafa landsliðsmeðlimir verið að taka myndir af réttum og spá í hvaða stefnu landsliðið fari í matarlistinni í heimsmeistaramótinu Expogast- Culinary world cup 2010 í Lúxemborg á næsta ári.

Landsliðið kemur til með að nota mikið af íslenskum kryddum og hráefni eins og hægt er.

Heimsmeistaramótið verður haldið dagana 20.-24. nóvember 2010 og eins og áður sagði í Lúxemborg.

Meðlimir í landsliði matreiðslumanna eru:

 Nafn  Vinnustaður
 Gunnar Karl Gíslason  Dill Resturant
 Eyþór Rúnarson  HR
 Þórarinn Eggertsson  Orange
 Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran  Fiskmarkaðurinn
 Þráinn Vigfússon  Grillið
 Ólafur Ágústsson  Vox
 Jóhannes Steinn Jóhannesson  Vox
 Ómar Stefánsson  Dill Resturant
 Steinn Óskar Sigurðsson  Maður lifandi
 Guðlaugur P Frímmannsson  Fiskmarkaðurinn
 Viktor Örn Andrésson  Domo
 Stefán Hrafn Sigfússon  Mosfellsbakarí
 Elísa Gelfert  Sandholt
 Karl Viggó Vigfússon  Bakó Ísberg
 Bjarni Kristinsson  Grillið
 Alfreð Ómar Alfreðsson  Nýi Kaupþing

Framkvæmdarstjóri landsliðsins er Karl Viggó Vigfússon og ritari er Bjarni G. Kristinsson.

Alfreð Ómar Alfreðsson sér um hönnun á Kaldaborðinu og Gunnar Karl Gíslason og Eyþór Rúnarson sjá um stefnu og strauma landsliðsins.

Næsta stóra æfing hjá landsliðinu verður í október og verður fyrirkomulagið þannig að byrjað verður á undirbúningi fyrir kalda borðið í Hótel og matvælaskólanum á sunnudeginum, sem síðan verður stillt upp mánadagsmorgunin hjá Bakó Ísberg.  Farið verður yfir kalda borðið í beinu framhaldi, þ.e. hvað má laga osfr.

Þessi æfing verður síðan endurtekin í nóvember næstkomandi, en þá kemur meistarinn Gert Klöski til með að kíkja á landsliðið og koma með sitt álit á, hvað má bæta í kalda borðinu.

Að endingu verða æfingarnar gerðar aftur í febrúar og eins í mars 2010.

Við hjá freisting.is komum til með að fylgjast vel með landsliðinu og flytja ykkur fréttir í máli og myndum.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið