Kokkalandsliðið
Landslið matreiðslumanna á heimsmeistaramót 2010
Undirbúningur hjá landsliði matreiðslumanna er hafin og hafa landsliðsmeðlimir verið að taka myndir af réttum og spá í hvaða stefnu landsliðið fari í matarlistinni í heimsmeistaramótinu Expogast- Culinary world cup 2010 í Lúxemborg á næsta ári.
Landsliðið kemur til með að nota mikið af íslenskum kryddum og hráefni eins og hægt er.
Heimsmeistaramótið verður haldið dagana 20.-24. nóvember 2010 og eins og áður sagði í Lúxemborg.
Meðlimir í landsliði matreiðslumanna eru:
|
|
|
| Nafn | Vinnustaður |
| Gunnar Karl Gíslason | Dill Resturant |
| Eyþór Rúnarson | HR |
| Þórarinn Eggertsson | Orange |
| Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran | Fiskmarkaðurinn |
| Þráinn Vigfússon | Grillið |
| Ólafur Ágústsson | Vox |
| Jóhannes Steinn Jóhannesson | Vox |
| Ómar Stefánsson | Dill Resturant |
| Steinn Óskar Sigurðsson | Maður lifandi |
| Guðlaugur P Frímmannsson | Fiskmarkaðurinn |
| Viktor Örn Andrésson | Domo |
| Stefán Hrafn Sigfússon | Mosfellsbakarí |
| Elísa Gelfert | Sandholt |
| Karl Viggó Vigfússon | Bakó Ísberg |
| Bjarni Kristinsson | Grillið |
| Alfreð Ómar Alfreðsson | Nýi Kaupþing |
Framkvæmdarstjóri landsliðsins er Karl Viggó Vigfússon og ritari er Bjarni G. Kristinsson.
Alfreð Ómar Alfreðsson sér um hönnun á Kaldaborðinu og Gunnar Karl Gíslason og Eyþór Rúnarson sjá um stefnu og strauma landsliðsins.
Næsta stóra æfing hjá landsliðinu verður í október og verður fyrirkomulagið þannig að byrjað verður á undirbúningi fyrir kalda borðið í Hótel og matvælaskólanum á sunnudeginum, sem síðan verður stillt upp mánadagsmorgunin hjá Bakó Ísberg. Farið verður yfir kalda borðið í beinu framhaldi, þ.e. hvað má laga osfr.
Þessi æfing verður síðan endurtekin í nóvember næstkomandi, en þá kemur meistarinn Gert Klöski til með að kíkja á landsliðið og koma með sitt álit á, hvað má bæta í kalda borðinu.
Að endingu verða æfingarnar gerðar aftur í febrúar og eins í mars 2010.
Við hjá freisting.is komum til með að fylgjast vel með landsliðinu og flytja ykkur fréttir í máli og myndum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






