Freisting
Landslið Klúbbs matreiðslumeistara með silfur í heita og kalda
Bikarkeppni matreiðslumanna í Basel lauk í kvöld, íslenska liðið náði silfri í bæði heita og kalda matnum. Þykir þetta góður árangur þar sem verið er að keppa á milli sterkustu liða í heimi. Lið Singapore varð þó efst í þessari keppni, en þeir voru bestir í kalda borðinu, en í þriðja sæti í því heita, en þar voru Kanada menn í fyrsta sæti og þeir urðu í öðru sæti í heildarkeppninni.
Nú mun liðið hefjast handan við að búa sig undir næstu keppni sem líklega verður heimsmeistarakeppnin í Luxemburg að ári, en í milli tíðinni verður matreiðslumaður ársins og Norðurlandakeppnin í tengslum við Matur 2006, sem haldin verður í Fífunni í Kópavogi í mars 2006.
Landsliðið er að vonum þreytt eftir vökur síðustu sólarhringa og óvæntar uppákomur sem sett hafa strik í reikninginn með undirbúning á keppnissvæðinu, en allt fór þó vel að lokum, þó margir hefðu séð fyrir sér betri niðurstöðu, því vel tókst til með heita matinn og kalda borðið hefur sjaldan litið betur út. Þess skal þó geta að nær allir dómararnir í þessari keppni eru þýskumælandi og engin þeirra er frá Norðurlöndum eða enskumælandi löndum, þó tveir þeirra dæmdu fyrir hönd BNA og Kanada.
Jón Svavarsson, Basel, Sviss.
Skoðið myndir frá keppninni hér
Greint frá á heimasíðu KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt7 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF