Freisting
Landslið Klúbbs matreiðslumeistara með silfur í heita og kalda
Bikarkeppni matreiðslumanna í Basel lauk í kvöld, íslenska liðið náði silfri í bæði heita og kalda matnum. Þykir þetta góður árangur þar sem verið er að keppa á milli sterkustu liða í heimi. Lið Singapore varð þó efst í þessari keppni, en þeir voru bestir í kalda borðinu, en í þriðja sæti í því heita, en þar voru Kanada menn í fyrsta sæti og þeir urðu í öðru sæti í heildarkeppninni.
Nú mun liðið hefjast handan við að búa sig undir næstu keppni sem líklega verður heimsmeistarakeppnin í Luxemburg að ári, en í milli tíðinni verður matreiðslumaður ársins og Norðurlandakeppnin í tengslum við Matur 2006, sem haldin verður í Fífunni í Kópavogi í mars 2006.
Landsliðið er að vonum þreytt eftir vökur síðustu sólarhringa og óvæntar uppákomur sem sett hafa strik í reikninginn með undirbúning á keppnissvæðinu, en allt fór þó vel að lokum, þó margir hefðu séð fyrir sér betri niðurstöðu, því vel tókst til með heita matinn og kalda borðið hefur sjaldan litið betur út. Þess skal þó geta að nær allir dómararnir í þessari keppni eru þýskumælandi og engin þeirra er frá Norðurlöndum eða enskumælandi löndum, þó tveir þeirra dæmdu fyrir hönd BNA og Kanada.
Jón Svavarsson, Basel, Sviss.
Skoðið myndir frá keppninni hér
Greint frá á heimasíðu KM

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni3 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Frétt2 dagar síðan
Kolaportið sem miðstöð matar, menningar og markaðsviðburða – Auglýst eftir rekstraraðila