Vertu memm

Markaðurinn

Lambapottréttur að hætti Frakka með perlubyggsalati

Birting:

þann

Lambapottréttur að hætti Frakka með perlubyggsalati

Hráefni

Franskur lambapottréttur

1 kg lambaframhryggjarsneiðar
4 msk olía
2 laukar, sneiddir í báta
2 gulrætur, grófskornar
1 blaðlaukur, skorinn í sneiðar
2 msk tómatþykkni
300 ml þurrt rauðvín
0.5 lítri soð (eða vatn og kjötkraftur)
2 tsk dijonsinnep
1-2 lárviðarlauf
1 tsk timjan, þurrkað
0.5 tsk oregano, þurrkað

Sveppa og perlubyggssalat

100 gr perlubygg
500 ml vatn
1 shallot laukur
100 g sveppir
3 msk ólífu olía

Leiðbeiningar

Franskur lambapottréttur

  1. Hitið ofnin í 160°C.
  2. Þerrið kjötið með eldhúspappír og kryddið með pipar og salti eftir smekk.
  3. Setjið olíu í þykkbotna pott, hitið hana og brúnið kjötið við miðlungsháan hita. Best er að brúna kjötið í 2-3 skömmtum svo ekki sé of mikið af kjöti í pottinum. Setjið kjötið til hliðar og steikið grænmeti á meðalhita þar til það byrjar að brúnast.
  4. Bætið tómatþykkni saman við og helmingi af víni í pottinn. Hækkið hitann og látið sjóða þar til mest allt vínið hefur gufað upp.
  5. Bætið við soði, sinnepi og kryddjurtum og hrærið vel.
  6. Setjið kjötið aftur í pottinn og pottlokið ofan á og inn í ofn í klukkustund.
  7. Taktið kjötið upp úr, setjið á fat og haldið því heitu. Smakkið til með pipar og salti og berið fram í pottinum.

Sveppa og perlubyggssalat

  1. Setjið perlubygg og vatn í pott og sjóðið á lágum hita í 30 mínútur. Sigtið vatnið frá
  2. Skerið shallot lauk og sveppi í bita og steikið á pönnu í 3-4 mínútur.
  3. Bætið perlubyggi við og kryddið með salt og pipar eftir smekk.

Mynd og uppskrift: islensktlambakjot.is

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið