Viðtöl, örfréttir & frumraun
Lambakjötsmáltíð Gestgjafans hvarf óvænt
Uppnám varð á ritstjórn Gestgjafans í gær þegar í ljós kom að vegleg, nýelduð lambakjötsmáltíð, sem beið myndatöku fyrir næsta hefti, var horfin úr eldhúsi tímaritsins í húsnæði Birtings á Lynghálsi. Kokkurinn, Úlfar Finnbjörnsson, hafði rétt brugðið sér frá eftir að hafa staðið sína pligt við matseldina drjúga stund.
Aðeins fátæklegar matarleifar blöstu við þegar hann sneri aftur. Ljóst er að einhver eða einhverjir hafa gætt sér á lambakjötinu meðan hann var fjarverandi, líklega í þeirri trú að myndatökunni væri lokið. Réttir úr eldhúsi Gestgjafans eru jafnan á boðstólum fyrir starfsfólk Birtingstímaritanna eftir myndatöku.
Úlfar Finnbjörnsson mátti gjöra svo vel að byrja upp á nýtt við eldamennskuna svo hægt væri að birta mynd með uppskriftinni. Enginn hefur gefið sig fram og lýst ábyrgð á hendur sér.
Greint frá á fréttavef Dv.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin