Viðtöl, örfréttir & frumraun
Lambakjötsmáltíð Gestgjafans hvarf óvænt
Uppnám varð á ritstjórn Gestgjafans í gær þegar í ljós kom að vegleg, nýelduð lambakjötsmáltíð, sem beið myndatöku fyrir næsta hefti, var horfin úr eldhúsi tímaritsins í húsnæði Birtings á Lynghálsi. Kokkurinn, Úlfar Finnbjörnsson, hafði rétt brugðið sér frá eftir að hafa staðið sína pligt við matseldina drjúga stund.
Aðeins fátæklegar matarleifar blöstu við þegar hann sneri aftur. Ljóst er að einhver eða einhverjir hafa gætt sér á lambakjötinu meðan hann var fjarverandi, líklega í þeirri trú að myndatökunni væri lokið. Réttir úr eldhúsi Gestgjafans eru jafnan á boðstólum fyrir starfsfólk Birtingstímaritanna eftir myndatöku.
Úlfar Finnbjörnsson mátti gjöra svo vel að byrja upp á nýtt við eldamennskuna svo hægt væri að birta mynd með uppskriftinni. Enginn hefur gefið sig fram og lýst ábyrgð á hendur sér.
Greint frá á fréttavef Dv.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé