Viðtöl, örfréttir & frumraun
Lambakjötsmáltíð Gestgjafans hvarf óvænt
Uppnám varð á ritstjórn Gestgjafans í gær þegar í ljós kom að vegleg, nýelduð lambakjötsmáltíð, sem beið myndatöku fyrir næsta hefti, var horfin úr eldhúsi tímaritsins í húsnæði Birtings á Lynghálsi. Kokkurinn, Úlfar Finnbjörnsson, hafði rétt brugðið sér frá eftir að hafa staðið sína pligt við matseldina drjúga stund.
Aðeins fátæklegar matarleifar blöstu við þegar hann sneri aftur. Ljóst er að einhver eða einhverjir hafa gætt sér á lambakjötinu meðan hann var fjarverandi, líklega í þeirri trú að myndatökunni væri lokið. Réttir úr eldhúsi Gestgjafans eru jafnan á boðstólum fyrir starfsfólk Birtingstímaritanna eftir myndatöku.
Úlfar Finnbjörnsson mátti gjöra svo vel að byrja upp á nýtt við eldamennskuna svo hægt væri að birta mynd með uppskriftinni. Enginn hefur gefið sig fram og lýst ábyrgð á hendur sér.
Greint frá á fréttavef Dv.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn5 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






