Frétt
Lækkar verðið til frambúðar eftir vel heppnað afmælistilboð
Veitingastaðurinn Þrír frakkar átti 30 ára afmæli 1. mars s.l. og að því tilefni bauð staðurinn upp á 30% afslàtt af matseðli.
Afmælistilboðið sló í gegn og var fullt út að dyrum á afmælinu. Í beinu framhaldi ákvað eigendur að framlengja tilboðið út marsmánuð. Gestum fjölgaði um 30% á staðnum í mars.
Sjá einnig: Þrír frakkar lækkaði verðið á matseðlinum og gestum fjölgaði um þriðjung
Í tilkynningu frá Þremur Frökkum í gær segir:
„Kæru vinir til sjávar og sveita.
Þar sem afmælis tilboð okkar í mars fékk svona glimrandi viðtökur og jákvæða umræðu, ætlum við að halda áfram á sömu braut og lækka verð á matseðli um 20% til frambúðar. Þökkum frábærar viðtökur og hlökkum til að sjá ykkur.
Kveðja
Staffið á Frökkunum“
Mynd: facebook / Þrír Frakkar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt14 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?