Frétt
Lækkar verðið til frambúðar eftir vel heppnað afmælistilboð
Veitingastaðurinn Þrír frakkar átti 30 ára afmæli 1. mars s.l. og að því tilefni bauð staðurinn upp á 30% afslàtt af matseðli.
Afmælistilboðið sló í gegn og var fullt út að dyrum á afmælinu. Í beinu framhaldi ákvað eigendur að framlengja tilboðið út marsmánuð. Gestum fjölgaði um 30% á staðnum í mars.
Sjá einnig: Þrír frakkar lækkaði verðið á matseðlinum og gestum fjölgaði um þriðjung
Í tilkynningu frá Þremur Frökkum í gær segir:
„Kæru vinir til sjávar og sveita.
Þar sem afmælis tilboð okkar í mars fékk svona glimrandi viðtökur og jákvæða umræðu, ætlum við að halda áfram á sömu braut og lækka verð á matseðli um 20% til frambúðar. Þökkum frábærar viðtökur og hlökkum til að sjá ykkur.
Kveðja
Staffið á Frökkunum“
Mynd: facebook / Þrír Frakkar
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli
-
Frétt4 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jól á Ekrunni
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Nýtt á matseðli5 dagar síðan
Hægeldaður saltfiskur
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes