Starfsmannavelta
Lækjarbrekka lokar – að líkindum til frambúðar
Lækjarbrekka við Bankastræti 2 lokaði 13. apríl s.l. en eigendur þurftu að grípa til þessara aðgerða m.a. vegna Covid-19 ástandsins og vonuðust til að þetta yrði tímabundin lokun.
„Þetta er líklega varanlegt, að minnsta kosti í þessari mynd. Hvort ég eða einhver annar stígur inn í þetta vörumerki síðar er annað mál. En eins og staðan er núna treystum við okkur ekki til að bæta skaðann sem varð bæði af falli WOW air í fyrra og síðan þessum Covid-hryllingi núna. Þetta eru tvö risahögg og við erum ekki fjárfestar. Fórum út í þetta tveir með uppbrettar ermar og þegar svona hamfarir dynja yfir mann þá er þetta bara staðan,“
segir Ívar Þórðarson matreiðslumaður í samtali við DV, en Ívar er annar eigandi Lækjarbrekku, en staðnum hefur nú verið lokað – að líkindum til frambúðar.
Tilkynning á heimasíðu Lækjarbrekku í dag segir:
„Því miður þurfum við á Lækjarbrekku að loka, okkur finnst það sorglegt, erfitt og leiðinlegt að þurfa grípa til þess og langaði að þrauka yfir þessa undarlegu tíma.
Við vonum að það verði tímabundin lokun en það mun koma í ljós á næstu misserum.
Okkur langar að þakka okkar góðu viðskiptavinum og frábæra starfsfólki fyrir ótrúlegan samstöðuvilja og velvild okkar garð.“
Mynd: facebook / Lækjarbrekka
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin