Starfsmannavelta
Lækjarbrekka lokar – að líkindum til frambúðar
Lækjarbrekka við Bankastræti 2 lokaði 13. apríl s.l. en eigendur þurftu að grípa til þessara aðgerða m.a. vegna Covid-19 ástandsins og vonuðust til að þetta yrði tímabundin lokun.
„Þetta er líklega varanlegt, að minnsta kosti í þessari mynd. Hvort ég eða einhver annar stígur inn í þetta vörumerki síðar er annað mál. En eins og staðan er núna treystum við okkur ekki til að bæta skaðann sem varð bæði af falli WOW air í fyrra og síðan þessum Covid-hryllingi núna. Þetta eru tvö risahögg og við erum ekki fjárfestar. Fórum út í þetta tveir með uppbrettar ermar og þegar svona hamfarir dynja yfir mann þá er þetta bara staðan,“
segir Ívar Þórðarson matreiðslumaður í samtali við DV, en Ívar er annar eigandi Lækjarbrekku, en staðnum hefur nú verið lokað – að líkindum til frambúðar.
Tilkynning á heimasíðu Lækjarbrekku í dag segir:
„Því miður þurfum við á Lækjarbrekku að loka, okkur finnst það sorglegt, erfitt og leiðinlegt að þurfa grípa til þess og langaði að þrauka yfir þessa undarlegu tíma.
Við vonum að það verði tímabundin lokun en það mun koma í ljós á næstu misserum.
Okkur langar að þakka okkar góðu viðskiptavinum og frábæra starfsfólki fyrir ótrúlegan samstöðuvilja og velvild okkar garð.“
Mynd: facebook / Lækjarbrekka
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






