Keppni
Kynning hafin á WBC-2020 landsliðum kjötiðnaðarmanna – Stofnfundur fyrsta landsliðs íslenskra kjötiðnaðarmanna á næsta leiti

Breska landsliðið
F.v.: Bryce Lawson, Mark Ramsay, Tom Wood (Liðstjóri), Jessica Leliuga, Michael Dufton og Simon Taylor
Mynd: worldbutcherschallenge.com
Þó svo það sé langt í að heimsmeistarakeppni í kjötskurði verður haldin, þá eru landsliðin nú þegar byrjuð að undirbúa fyrir keppnina. Heimsmeistarakeppnin í kjötskurði fer fram í Sakramentó í Bandaríkjunum í september árið 2020, en keppnin er haldin á tveggja ára fresti.
Eins og fram hefur komið þá er val á landsliði Íslands í kjötiðn í fullum gangi, en landsliðið mun taka þátt í heimsmeistarakeppninni.
Á heimasíðu World Butchers Challenge (WBC) var Breska landsliðið kynnt á miðvikudaginn s.l. og er það fyrsta liðið sem kynnt er fyrir heimsmeistarakeppnina WBC-2020. Meðlimir í landsliði Bretlands eru Bryce Lawson, Mark Ramsay, Tom Wood (Liðstjóra), Jessica Leliuga, Michael Dufton og Simon Taylor. Breska landsliðið keppti einnig með sömu landsliðsmönnum í síðustu heimsmeistarakeppni þar sem liðið fékk verðlaun fyrir bestu vöruna úr nautakjöti.
11 þjóðir tóku þátt í heimsmeistarakeppninni sem fram fór á Norður Írlandi í mars s.l., þar sem heimamenn urðu hlutskarpastir og hrepptu heimsmeistaratitilinn.
Stofnfundur landsliðs íslenskra kjötiðnaðarmanna
Stofnfundur fyrsta landsliðs íslenskra kjötiðnaðarmanna verður haldinn þriðjudaginn 25. september næstkomandi klukkan 16.00 upp á Stórhöfða 31 í húsakynnum Matvís.
Ákveðið hefur verið í samræmi vel valda aðila sem búa ekki á höfuðborgarsvæðinu að bjóða upp á fjarfund svo flestir geta tekið þátt í fjörinu. Allir þeir sem eru áhugasamir eru velkomnir.
„Við þurfum ekki bara að skipa í landsliðið sjálft, við þurfum bæði framkvæmdarvald og fjármálanefnd sem sér um að fá styrki til að fjármagna þetta ævintýri.“
Segir í tilkynningu sem að Jóhannes Geir Númason kjötiðnaðarmeistari sendi frá sér, en hann hefur staðið að undirbúningi íslenska landsliði kjötiðnaðarmanna.
Landsliðið mun skipa 6 manns og í Heimsmeistarakeppninni fær hvert lið 3 klukkutíma og 15 mínútur til að úrbeina og útbúa vörur úr ½ svínaskrokk, ½ nautaskrokk, einum lambaskrokk og 5 kjúklingum.
Fyrir áhugasama er bent á að hafa samband við Jóhannes á netfangið: [email protected] eða í síma: 821-1830.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






