Freisting
Kynning á Essential cusine vörum
Garri bauð til kynningar á vörum frá breska fyrirtækinu Essential Cusine ( www.essentialcuisine.com ) á Hilton Nordica fimmtudaginn 2. Október síðastliðinn, en fyrirtækið sérhæfir sig í gerð krafta í háum gæðaflokki.
Eigandinn var sjálfur á svæðinu en hann er matreiðslumaður að mennt og heitir Nigel Crane og sagði hann mér að ástæðan fyrir að hann fór út í þessa framreiðslu var sú að honum fannst vanta krafta á markaðinn sem væru með lágt salt innihald, ekki aukaefni og væri með alvörubragði eins og koma þegar soð eru löguð frá grunni.
Nigel Crane hefur margra ára reynslu í faginu og var á Dorchester hótelinu í tíð Anton Moisemann og er hann í félagskap fyrverandi sous chefa á Dorchester hótelinu.
Óhætt er að segja að brögðin sem eru af kröftunum séu ekta og til gamans þá hef ég haft þá mælistiku að athuga hvernig fiskikraftur viðkomandi er á bragðið, því oftast bragðast þeir eins og fiskimjöl en þarna kvað við annan tón það var virkilega fiskbragð af honum, það var sama hvað maður bragðaði á að orginal bragðið var alls staðar til staðar, og er þetta kærkomin viðbót í flóru krafta á íslenska markaðinn.
Meðfylgjandi myndir er frá kynningunni.
Myndir og texti; Sverrir
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan