Vertu memm

Freisting

Kvöldverður til stuðnings brjóstakrabbameins rannsóknum

Birting:

þann


Landnámssetrið í Borgarnesi

Ingibjörg Ingadóttir í Borgarnesi hefur ákveðið að gangast fyrir styrktarkvöldverði í Landnámssetrinu í Borgarnesi 18. september nk. vegna göngu sem farin verður til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini, en þetta kemur fram á Vesturlandavefnum Skessuhorn.is

Grískur andi mun svífa yfir vötnunum en matreiddur verður úrvals saltfiskur sem Byggðasafnið á Vestfjörðum hefur gefið Ingibjörgu til stuðnings verkefninu. Hægt verður að panta sér borð í Landnámssetrinu.

Ingibjörg sagði í samtali við Skessuhorn að hópur kvenna sem kallar sig einfaldlega „Göngum saman“ hefði gengið til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini í göngu sem fram fór í Bandaríkjunum. „Hópurinn samanstendur af konum, mæðrum, systrum og frænkum sem sjálfar hafa barist við krabbamein eða eiga góðar vinkonur sem hafa greinst með sjúkdóminn. Á síðasta ári fóru nokkrar konur frá Íslandi í þessa göngu en í ár ætla 23 konur. Gangan er 63 kílómetrar og tekur tvo daga. Við þurfum að greiða um 120 þúsund fyrir að taka þátt og rennur allt sem safnast á þennan hátt til rannsókna á brjóstakrabbameini.
 
Hópurinn vill einnig láta gott af sér leiða hér á landi og ætlar að styrkja íslenskar grunnrannsóknir um upphæð sem ekki verður lægri en það sem greitt verður fyrir gönguna úti. Við höfum verið að safna okkur fyrir þátttökugjaldinu á ýmsan hátt. Hluti af því er þessi gríski kvöldverður minn. Þótt málefnið sé grafalvarlegt þá verður ekki um neitt dapurt kvöld að ræða. Ásamt því að bjóða upp á góðan mat munu verða skemmtiatriði þannig að fólk ætti að eiga góða stund í Landsnámssetrinu næsta þriðjudagskvöld,“ sagði Ingibjörg.

Mynd: Skessuhorn.is

[email protected]

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið