Freisting
Kvöldverður til stuðnings brjóstakrabbameins rannsóknum

Landnámssetrið í Borgarnesi
Ingibjörg Ingadóttir í Borgarnesi hefur ákveðið að gangast fyrir styrktarkvöldverði í Landnámssetrinu í Borgarnesi 18. september nk. vegna göngu sem farin verður til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini, en þetta kemur fram á Vesturlandavefnum Skessuhorn.is
Grískur andi mun svífa yfir vötnunum en matreiddur verður úrvals saltfiskur sem Byggðasafnið á Vestfjörðum hefur gefið Ingibjörgu til stuðnings verkefninu. Hægt verður að panta sér borð í Landnámssetrinu.
Ingibjörg sagði í samtali við Skessuhorn að hópur kvenna sem kallar sig einfaldlega Göngum saman hefði gengið til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini í göngu sem fram fór í Bandaríkjunum. Hópurinn samanstendur af konum, mæðrum, systrum og frænkum sem sjálfar hafa barist við krabbamein eða eiga góðar vinkonur sem hafa greinst með sjúkdóminn. Á síðasta ári fóru nokkrar konur frá Íslandi í þessa göngu en í ár ætla 23 konur. Gangan er 63 kílómetrar og tekur tvo daga. Við þurfum að greiða um 120 þúsund fyrir að taka þátt og rennur allt sem safnast á þennan hátt til rannsókna á brjóstakrabbameini.
Hópurinn vill einnig láta gott af sér leiða hér á landi og ætlar að styrkja íslenskar grunnrannsóknir um upphæð sem ekki verður lægri en það sem greitt verður fyrir gönguna úti. Við höfum verið að safna okkur fyrir þátttökugjaldinu á ýmsan hátt. Hluti af því er þessi gríski kvöldverður minn. Þótt málefnið sé grafalvarlegt þá verður ekki um neitt dapurt kvöld að ræða. Ásamt því að bjóða upp á góðan mat munu verða skemmtiatriði þannig að fólk ætti að eiga góða stund í Landsnámssetrinu næsta þriðjudagskvöld, sagði Ingibjörg.
Mynd: Skessuhorn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanCraft Burger Kitchen lokar – erfiðu rekstrarumhverfi kennt um





