Veitingarýni
Kvöldverðarsigling um Faxaflóa
Föstudaginn 13. sl. var haldið á haf út í jólahátíðarsiglingu sem veitingastaðurinn Kopar hefur haldið í samstarfi við Special Tours á hvalskoðunarbátnum Andreu. Hlýlega var tekið á móti okkur af Ástu Guðrúnu ein eiganda Kopars og hennar staffi um borð, Kir Royal klassík í fordrykk svo var okkur vísað til borðs á efra dekki.
Valin voru tvö skotheld vín með matnum frá Baróninum í Barossa Peter Lehmann Wildcard Chardonnay og svo Shiraz í rauðu. Veðrið var gott, algjör stilla og ekki spillti fyrir jólaandanum að Helga Möller söng yfir borðhaldi.
Prýðisgóður graflax, passlegt bláberjabragð og sinnepssósan æði
Kaldur réttur, nokkurskonar saltfisk brandade með rauðum vínberjum líka, ofboðslega ferskur og bragðgóður réttur með stökku salati, hárrétt bragð sett saman.

Aðalréttur: Heilsteikt Nautalund og Waldorf
Íslensk nautalund borin fram sykurbrúnaðri kartöflumús, rósamarín ilmuðum soðgljáa og Waldorf salati.
Ég hef aldrei fengið mér Waldorf salat með nautasteik en þarna var eitthvað rétt við þetta, jú jólameðlæti og jólaandinn svífandi og til að toppa þetta voru súkkulaði rúsínur í þessu, hélt fyrst að Jóel kokkur væri að rugla í mér, frábær eldun á nauti, ilmríkt og bragðgott meðlæti, öðruvísi.
Alveg frá því ég var barn hef ég verið hrifinn að fá mat í krukku og hér var enginn breyting á, fínasta Tiramisu, létt ásamt kirsuberjum og kryddköku.
Þessi sigling fór eiginlega fram úr mínum vonum, vissi svo sem að veitingahúsið Kopar mundi nú ekki senda eitthvað meðal frá sér en ég hef aldrei borðað almennilegan mat um borð á skipi fyrr en nú, þó víða hef nú farið.
Preppið skiptir þó öllu í svona þó svo aðstaðan um borð til að dekka upp diskum hafi verið þröng, einn ofn o.fl. en virkilega vel leyst og maður fann ekki fyrir neinum hnökrum og svo bara þessi fínasti bar um borð.
Við fórum heim með ljúfar minningar, góður matur og þjónusta, útsýnið æðislegt og við alveg afslöppuð með jólasöng dívunar Helgu Möller inn í nóttina ,,Ég kemst í hátíðaskap,,,,,,,,,
Takk fyrir okkur Ásta, Ylfa og Jóel Sauðkrókur 😉 bravó.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt4 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum