Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kveldúlfur opnar aftur en ekki með týpíska bar stemningu – Myndir
Barinn Kveldúlfur á Siglufirði hefur opnað að nýju eftir gagngerar breytingar og endurbætur á staðnum.
Eigendur tóku ákvörðun að hætta með týpíska bar stemningu og minnkuðu sætaval, settu upp snóker-pool-pílu og stefnan tekin á rólega öl stemmningu.
„Jafnvel endurskírum við bara bar-fílinginn hjá okkur einhverjum til yndisauka og ánægju í „Loki Snóker Pool & Píla“… jaa hver veit? Af því það er búið að vera svo lengi lokað… okkur finnst líka skemmtilegast að hafa lokað sérstaklega af því það pirrar mjög marga plús það að það fer einstaklega vel með starfsmanninn.“
Segir m.a. í tilkynningu frá Kveldúlfi og bætir við:
„Veriði samt ekkert að nefna þetta við neinn, við nennum ekkert að vera að fá of marga inn á staðinn…..“
Kveldúlfur Bjór og Bús er staðsettur við hliðina á rakarastofunni, Hrímnir Hár og Skegg við Suðurgötu 10 á Siglufirði. Eigendur barsins og rakarastofunnar eru hjónin Jón Hrólfur Baldursson og Ólöf Kristín Daníelsdóttir.
Myndir: Facebook / Hrímnir Hár Og Skeggstofa
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Alvotech kokkarnir buðu upp á hrollvekjandi kræsingar – Uppskrift: Rauð flauelskaka með rjómaostakremi
-
Keppni2 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Þessi keppa í Puratos-kökukeppninni á Stóreldhússýningunni á morgun
-
Keppni2 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni