Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kveldúlfur opnar aftur en ekki með týpíska bar stemningu – Myndir
Barinn Kveldúlfur á Siglufirði hefur opnað að nýju eftir gagngerar breytingar og endurbætur á staðnum.
Eigendur tóku ákvörðun að hætta með týpíska bar stemningu og minnkuðu sætaval, settu upp snóker-pool-pílu og stefnan tekin á rólega öl stemmningu.
„Jafnvel endurskírum við bara bar-fílinginn hjá okkur einhverjum til yndisauka og ánægju í „Loki Snóker Pool & Píla“… jaa hver veit? Af því það er búið að vera svo lengi lokað… okkur finnst líka skemmtilegast að hafa lokað sérstaklega af því það pirrar mjög marga plús það að það fer einstaklega vel með starfsmanninn.“
Segir m.a. í tilkynningu frá Kveldúlfi og bætir við:
„Veriði samt ekkert að nefna þetta við neinn, við nennum ekkert að vera að fá of marga inn á staðinn…..“
Kveldúlfur Bjór og Bús er staðsettur við hliðina á rakarastofunni, Hrímnir Hár og Skegg við Suðurgötu 10 á Siglufirði. Eigendur barsins og rakarastofunnar eru hjónin Jón Hrólfur Baldursson og Ólöf Kristín Daníelsdóttir.
Myndir: Facebook / Hrímnir Hár Og Skeggstofa
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar













