Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Krydd og kavíar 15 ára | Fyrirtækið þrefaldaðist á árunum 2005 til 2008 | 1100 til 1400 matarskammtar á dag

Birting:

þann

Krydd og kavíar

Garðar Agnarsson og Ólafur H. Jónsson.
Þessir herramenn stofnuðu Krydd og kavíar árið 2000. Þessi mynd var tekin árið 2002 þegar Kauphöll Íslands opnaði á Laugavegi. Þeir eru ennþá viðskiptavinir hjá Krydd og kavíar eftir 13 ár. Hugvit Go-Pro eiga þó metið, enda fyrstu viðskiptavinir Krydd og kavíar.

Það var árið 2000 sem að Garðar Agnarsson og Ólafur H. Jónsson matreiðslumeistarar stofnuðu Krydd og kavíar. Hugmyndin var alltaf að vera með mötuneytisþjónustu sem var ekki á mjög háu stigi á þessum tíma, sagði Garðar í samtali við veitingageirinn.is, en fyrirtækið fagnar 15 ára afmæli í dag 24. apríl 2015 og að því tilefni fengum við Garðar til að svara nokkrum spurningum.

Við byrjuðum okkar starfsemi í Engihjalla í litlu eldhúsi. Færðum okkur um set tæpum tveimur árum síðar í eldhús þar sem mötuneyti Flugfélags Íslands er í dag. Ólafur hættir 2005 og ég rek þetta einn í rúmt ár,

, segir Garðar aðspurður um stofnun Krydd og kavíar og söguna fram til dagsins í dag:

Fyrirtækið flutti síðan á Smiðshöfða 8, þar sem við erum í dag. Fjárfestir sem er enn hjá okkur kom í stað Ólafs árið 2006.
Fjöldi matarskammta er að meðaltali 1100 alla virka daga og hefur verið þannig undanfarin 6 ár. Fyrirtækið þrefaldaðist á árunum 2005 til 2008. Árið 2011 tókum við í notkun glæsilegt framleiðslueldhús á Smiðshöfða 10 sem gerði það að verkum að við framleiðum flest allan mat í dag. Við erum með um 25 fyrirtæki í daglegri umsjá og síðan eru nokkur sem panta staka daga.

Krydd og kavíar

Árshátíð Krydd og kavíar í fyrra á Hótel Geysi.
Hluti starfsfólksins með mökum.

Hvað eru margir starfsmenn á launum hjá þér?

Í dag eru um 27 starfsmenn. Um 12 sem starfa með beinum hætti í eldhúsi, bílstjórar og aðrir starfa í mötuneytum.

Hvað eru margir fagmenn að starfa hjá þér?

Það eru 3 matreiðslumenn og 1 matartæknir.

Hvað eru margir matarskammtar á dag?

Að meðaltali eru 1100 matarskammtar en getur farið í 1400.

Krydd og kavíar

Lýstu aðeins húsnæðinu fyrir okkur, tækjum, tólum og framreiðslugetu.

Við höfum afkastagetu til að framleiða um 2000 máltíðir án þess að breyta neinu. Við erum t.d. með hægeldunarklefa, tekur allt að 350 kg af hráefni í einu, en hann er einnig hraðkælir. Þetta tæki vinnur á næturnar án aukagreiðslu,

sagði Garðar hress og bætir við:

Vinnslutækin eru mjög góð. Allt hannað með Cook chill eldhús í huga.

Krydd og kavíar

Þegar þú stofnaðir Krydd og kavíar, datt þér í hug að þú myndir fagna 15 ára afmæli fyrirtækisins og það meira að segja á sömu kennitölunni?

Í byrjun settum við okkur 5 ára plan. Og eins og við vorum búnir að ímynda okkur að þetta tæki tíma. Þetta stóðst að mestu. Má segja að 2007 hafi verið „braking point“ þegar allt small saman. 2008 var félagið skuldlaust.
Maður er alltaf bjartsýnn. En þetta er þrotlaus vinna og þegar við fögnuðum 10 ára afmælinu gat maður séð fyrir sér að þetta væri orðið stöðugt.

Krydd og kavíar 15 ára

Hvað á að gera á afmælisdeginum?

Árshátíð sem við höldum í sal. Friðrik V sér um matinn og svo er bara gott partí.

Við óskum Krydd og kavíar innilega til hamingju með 15 árin.

 

Heimasíða: www.kryddogkaviar.is

Myndir: aðsendar og af facebook síðu Krydd og kavíar.

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið