Keppni
Konfektmoli Ársins 2018 – Skráning
Samhliða Eftirréttur Ársins höldum við nú í annað skipti keppnina Konfektmoli Ársins.
Keppnin fer þannig fram að keppendur skila á keppnisstað átta tilbúnum konfektmolum í sömu tegund á fyrirfram ákveðnum tíma.
Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori og bakaraiðn eða eru á nemasamningi í fyrrnefndum greinum. Undantekningartilvik frá ofannefndu verða metin sérstaklega.
Þema keppninnar er “HOT STUFF”.
Hver og einn keppandi túlkar þemað eftir sínu höfði. Þeminn þarf að skila sér t.a.m. í hráefni, áferð, nafni, uppbyggingu osfrv.
Eftirfarandi hráefni eru skylduhráefni og þurfa að vera í konfektmolanum:
- Cacao Barry Mexique 66% dökkt súkkulaði
- Ken Láctea rjómi
- Ein eða fleiri af eftirfarandi Capfruit ávaxtapúrrum:
- Sítróna
- Lime
- Yuzu
- Blóðappelsína
- Mandarína
- Appelsína
- Bergamot
Notkun á súkkulaði, púrrum og rjóma frá öðrum framleiðendum er ekki leyfileg í keppninni.
Keppendur fá ítarlega lýsingu á reglum og aðstöðu að lokinni skráningu og greiðslu á 5000 kr. staðfestingargjaldi. Þá fá keppendur einnig afhendan grunnhráefnapakka til æfinga frá Garra.
Gjaldið endurgreiðist þeim sem mæta samkvæmt tímaplani á keppnisstað.
Opnað verður fyrir skráningu fimmtudaginn 27. september kl. 10:00. Þrjátíu sæti eru í boði. Skráning hér. Athugið að einungis tveir aðilar geta skráð sig frá hverjum vinnustað. Nánari upplýsingar gefur Ívar í síma 8583005 eða ivar@garri.is
Í fyrstu verðlaun er eftirréttanámskeið erlendis hjá Cacao Barry.

-
Keppni1 dagur síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni