Vertu memm

Keppni

Konfektmoli Ársins 2018 – Skráning

Birting:

þann

Konfektmoli Ársins 2018

Samhliða Eftirréttur Ársins höldum við nú í annað skipti keppnina Konfektmoli Ársins.

Keppnin fer þannig fram að keppendur skila á keppnisstað átta tilbúnum konfektmolum í sömu tegund á fyrirfram ákveðnum tíma.

Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori og bakaraiðn eða eru á nemasamningi í fyrrnefndum greinum. Undantekningartilvik frá ofannefndu verða metin sérstaklega.

Þema keppninnar er “HOT STUFF”.

Hver og einn keppandi túlkar þemað eftir sínu höfði. Þeminn þarf að skila sér t.a.m. í hráefni, áferð, nafni, uppbyggingu osfrv.

Eftirfarandi hráefni eru skylduhráefni og þurfa að vera í konfektmolanum:

  • Cacao Barry Mexique 66% dökkt súkkulaði
  • Ken Láctea rjómi
  • Ein eða fleiri af eftirfarandi Capfruit ávaxtapúrrum:
  1. Sítróna
  2. Lime
  3. Yuzu
  4. Blóðappelsína
  5. Mandarína
  6. Appelsína
  7. Bergamot

Notkun á súkkulaði, púrrum og rjóma frá öðrum framleiðendum er ekki leyfileg í keppninni.

Keppendur fá ítarlega lýsingu á reglum og aðstöðu að lokinni skráningu og greiðslu á 5000 kr. staðfestingargjaldi. Þá fá keppendur einnig afhendan grunnhráefnapakka til æfinga frá Garra.

Gjaldið endurgreiðist þeim sem mæta samkvæmt tímaplani á keppnisstað.

Opnað verður fyrir skráningu fimmtudaginn 27. september kl. 10:00. Þrjátíu sæti eru í boði. Skráning hér. Athugið að einungis tveir aðilar geta skráð sig frá hverjum vinnustað. Nánari upplýsingar gefur Ívar í síma 8583005 eða [email protected]

Í fyrstu  verðlaun er eftirréttanámskeið erlendis hjá Cacao Barry.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið