Markaðurinn
Komdu gestunum á óvart með girnilegum nítródrykkjum
Undanfarin ár hafa vinsældir nítródrykkja farið ört vaxandi um allan heim. Ásbjörn Ólafsson ehf. er umboðsaðili iSi á Íslandi en iSi býður m.a. uppá geggjaðar nítrósprautur sem eru sérstaklega þróaðar fyrir fageldhús!
Það er einstaklega auðvelt að græja nítrókaffi, -te eða -kokteila með eða án áfengis á fljótlegan hátt með nítrósprautunni frá iSi. Drykkirnir fá unaðslega kremaða áferð og flauelsmjúk froðukóróna er toppurinn yfir i-ið!
Nítrósprautan rúmar 1 líter af vökva og er gerð úr hágæða ryðfríu stáli þannig að hún endist vel og þar að auki er tveggja ára ábyrgð á sprautunni. Hún er handhæg og tekur lítið pláss ásamt því sem hún er auðveld í notkun og lítið mál að þrífa hana þar sem hún má fara í uppþvottavél.
Nítrósprautan frá iSi er NSF-vottuð og sérstaklega þróuð fyrir fageldhús.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí