Markaðurinn
Komdu gestunum á óvart með girnilegum nítródrykkjum
Undanfarin ár hafa vinsældir nítródrykkja farið ört vaxandi um allan heim. Ásbjörn Ólafsson ehf. er umboðsaðili iSi á Íslandi en iSi býður m.a. uppá geggjaðar nítrósprautur sem eru sérstaklega þróaðar fyrir fageldhús!
Það er einstaklega auðvelt að græja nítrókaffi, -te eða -kokteila með eða án áfengis á fljótlegan hátt með nítrósprautunni frá iSi. Drykkirnir fá unaðslega kremaða áferð og flauelsmjúk froðukóróna er toppurinn yfir i-ið!
Nítrósprautan rúmar 1 líter af vökva og er gerð úr hágæða ryðfríu stáli þannig að hún endist vel og þar að auki er tveggja ára ábyrgð á sprautunni. Hún er handhæg og tekur lítið pláss ásamt því sem hún er auðveld í notkun og lítið mál að þrífa hana þar sem hún má fara í uppþvottavél.
Nítrósprautan frá iSi er NSF-vottuð og sérstaklega þróuð fyrir fageldhús.
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu







