Markaðurinn
Komdu gestunum á óvart með girnilegum nítródrykkjum
Undanfarin ár hafa vinsældir nítródrykkja farið ört vaxandi um allan heim. Ásbjörn Ólafsson ehf. er umboðsaðili iSi á Íslandi en iSi býður m.a. uppá geggjaðar nítrósprautur sem eru sérstaklega þróaðar fyrir fageldhús!
Það er einstaklega auðvelt að græja nítrókaffi, -te eða -kokteila með eða án áfengis á fljótlegan hátt með nítrósprautunni frá iSi. Drykkirnir fá unaðslega kremaða áferð og flauelsmjúk froðukóróna er toppurinn yfir i-ið!
Nítrósprautan rúmar 1 líter af vökva og er gerð úr hágæða ryðfríu stáli þannig að hún endist vel og þar að auki er tveggja ára ábyrgð á sprautunni. Hún er handhæg og tekur lítið pláss ásamt því sem hún er auðveld í notkun og lítið mál að þrífa hana þar sem hún má fara í uppþvottavél.
Nítrósprautan frá iSi er NSF-vottuð og sérstaklega þróuð fyrir fageldhús.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður