Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Kolabrautin | River Cafe / Joseph Trivelli | Veitingarýni

Birting:

þann

River Cafe - Joseph Trivelli - Kolabrautin

Joseph Trivelli

Sannkölluð Ítölsk matarveisla var á Kolabrautinni þegar yfirkokkur River Cafe í London Joseph Trivelli tók yfir eldhús Kolabrautarinnar 8. til 11. október s.l.

Hann bauð upp á ítalskan mat eins og honum er einum lagið.

Amouse

River Cafe - Joseph Trivelli - Kolabrautin

Farinata
Þunnar kjúklingabauna pönnukökur með Parmaskinku

Framborin volg, mikil dásemd, ofur einföld en gaf sterka vísbendingu sem vænta má.

Antipasti

River Cafe - Joseph Trivelli - Kolabrautin

Bagna Cauda
Haustgrænmeti með volgri ansjósu- og Nebbiolo sósu

Þetta er ekkert fyrir augað, en fyrir magann svo sannarlega, sýnir hvað einfaldleikinn getur verið magnaður í sinni mynd.

River Cafe - Joseph Trivelli - Kolabrautin

Anitpasti di vedure
Bakaðir tómatar og paprika með heimalöguðu ricotta og villtri bergmintu frá Sikiley

Sama upp á teninginn einfaldleikinn blómstrar, tært og magnað bragð.

River Cafe - Joseph Trivelli - Kolabrautin

Beef Carne cruda
Tartar úr nautahrygg með parmigiano, sítrónu og ólífuólíu

Besti tartar ever.

River Cafe - Joseph Trivelli - Kolabrautin

Pasta
Gnocchi með leturhumri, kirsuberjatómötum og þorsk-bottarga

Einfalt en sjúklega gott, allt bragð naut sín.

Secondi

River Cafe - Joseph Trivelli - Kolabrautin

Skötuselur Aquapazza

Flott eldaður og safaríkur, en einhvern veginn vantaði aðeins upp á karakterinn.

River Cafe - Joseph Trivelli - Kolabrautin

Langtímaeldaður Korngrís frá Laxárdal með sítrónu, salvíu, linsum og káli

Næm eldun, linsurnar góðar, kálið svolítið frekt á bragði, hefði þolað kröftugri sósu með.

Dolci

River Cafe - Joseph Trivelli - Kolabrautin

Súkkulaði Nemesis
*******
Möndlukaka með jarðarberjum frá Silfurtúni

Súkkulaði Nemesis

Signature diskur frá River café og svo sannarlega þess verðugur.

Möndlukaka með jarðarberjum frá Silfurtúni

Himnensk, sykur hæfilegur, gott möndlubragð og alvöru jarðarber frá Silfurtúni.

Vídeó

 

Almennar myndir og vídeó: Bjarni Gunnar

Matarmyndir: Sverrir

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið